Author: lensherra

Nýbreytni hjá Þjóðleikhúsinu

Á þriðja þúsund manns sóttu sýningar Þjóðleikhússins um helgina. Uppselt var á nánast allar sýningar, t.a.m. sáu tæplega 1000 manns Halldór í Hollywood á Stóra sviðinu. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Þjóðleikhúsinu að sýna leiksýningar á verkefnaskrá leikhússins aðeins í takmarkaðan tíma, en sýna hins vegar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu. Fyrsta sýningin á Stóra sviðinu sem sýnd hefur verið með þessum hætti er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sú sýning hefur verið sýnd að jafnaði þrjú til fjögur kvöld í viku, frá frumsýningu 14. október sl. Sýningum lýkur fyrir jól og Halldór í Hollywood víkur fyrir nýrri sýningu, Túskildingsóperunni eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht. Þetta sýningarfyrirkomulag er vel þekkt í evrópskum leikhúsum, enda viðurkennt að mun hægara er fyrir sviðslistamenn að ná  öruggum tökum á hlutverkum sínum þegar sýnt er ört en þegar sýningar eru með löngu millibili. Ávinningurinn af þessu nýja sýningarfyrirkomulagi er umtalsverður, ekki einungis í listrænu tilliti heldur einnig rekstrarlegu, meðal annars vegna þess að ekki þarf að skipta um leikmyndir um nætur og helgar, og kostnaður við sýningar er minni þegar sýnt er þétt í afmarkaðan tíma. Með hinu nýja sýningarfyrirkomulagi skapast aukið fjárhagslegt svigrúm, sem leikhúsið getur nýtt  til annarra þarfa. Við vonum svo sannarlega að leikhúsgestir taki vel í þetta nýja fyrirkomulag og dragi það ekki að tryggja sér sæti í Þjóðleikhúsinu....

Sjá meira

Frumsýning í Vestmannaeyjum

12 nóvember nk. er frumsýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson varð fyrir valinu í þetta sinn. Jón Ingi Hákonarson leikstýrir ásamt konu sinni Laufeyju Brá Jónsdóttur sem einnig sér um leikmynda- og búningahönnun.   Skilaboðaskjóðan fjallar um Putta litla sem er rænt úr ævintýraskóginum. Maddamamma og dvergarnir reyna síðan allt hvað þeir geta til að koma Putta til bjargar. Inn í leikritið fléttast fjölmargar ævintýrapersónur. Leikarar eru 23 talsins og fjölmargir ungir og efnilegir að stíga sín fyrstu skref.    Sýningar verða sem hér segir: Frumsýning lau. 12. nóv.  kl. 16:00 2. sýning sun. 13. nóv. 3. sýning lau. 19. nóv. 4. sýning sun. 20. nóv. 5. sýning lau. 26. nóv. 6. sýning sun. 27. nóv. 7. sýning lau.  3. des. 8. sýning sun. 4. des. Allar sýningar eru dagsýningar og tímasetning er auglýst í bæjarblöðum. Miðaverð er 1800 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir börn Miðapantanir eru í síma 481-1940. Sýnt er í Bæjarleikhúsinu. MUNIÐ...

Sjá meira

Námskeið hjá Halaleikhópnum

Halaleikhópurinn hefur fengið Ármann Guðmundsson til liðs við sig og ætlar í samstarfi við hann að skella á fót 20 klukkustunda leiklistarnámskeiði. Kennt verður í tvær stundir í senn og reynt að kenna 4 stundir um helgar. Fyrsta kvöldið verður haldið 8. nóvember klukkan 19:00. Á þeim fundi mun Ármann fara yfir framhaldið og finna út hvaða tími hentar flestum. Námskeiðið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Tilvalið að byrja í leikhópnum með því að fara á þetta námskeið! Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta hringt í síma 552-9188 eða sent tölvupóst á hannagull@simnet.is Námskeiðið verður haldið í okkar litla og notalega leikhúsi sem við nefnum „Halann“ og er staðsett í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, gengið inn að norðanverðu. Af hverju Halaleikhópurinn? Fyrir tólf árum síðan hittust nokkrir aðilar og ræddu sín á milli að það væri ótækt að fatlaðir einstaklingar gætu ekki fengið útrás á leiksviðinu. Fengið stór og góð hlutverk, eins og t.d. Hamlet, Kerlinguna í Gullna Hliðinu, Andreévnu í Kirsuberjagarðinum, Makka Hníf í Túskildingsóperunni svo dæmi séu tekin. Upp úr þessum hugleiðingum varð Halaleikhópurinn stofnaður árið 1992. Strax í upphafi var ákveðið að kjörorð hópsins væri „leiklist fyrir alla“ og hefur hann síðan starfað á þeim forsendum. Hver og einn, fatlaður sem ófatlaður hefur jafna möguleika innann hópsins. Allir velkomnir! Fjölbreyttur hópur Þar sem Halinn er samansettur af ólíkum einstaklingum verður fjölbreytnin meiri...

Sjá meira

Stúdentaleikhúsið frumsýnir

Þann 5. nóvember frumsýnir Stúdentaleikhúsið leikritið Blóðberg eftir P.T. Andersson í Loftkastalanum. Í brúnni situr Agnar Jón Egilsson, en hann sér um leikstjórn og leikgerð. Blóðberg fjallar um hvernig líf ólíkra einstaklinga tvinnast saman og hvernig örlögin og tilviljanir vefja fléttur sem við öll erum þræðir í. Hjúkrunarfræðingur sem reynir að uppfylla lokaósk deyjandi manns, lögreglumaður sem verður ástfanginn í útkalli, spyrilli í spurningaþættinum ,,Svaraðu hálfvitinn þinn” og fyrrverandi ofurheili sem leitar að ástinni á tannlæknastofu eru meðal karaktera sem mætast á krossgötum og hafa beint og óbeint áhrif á líf hvors annars. Starfsemi Stúdentaleikhússins hefur verið með blómlegasta...

Sjá meira

Frumsýning hjá Leikfélagi Kópavogs

Þann 5. nóvember frumsýnir Leikfélag Kópavogs leikritið Það grær áður en þú giftir þig sem byggt er á Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekov. Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Grönveltsfjölskyldan var eitt sinn voldugasta ættin á fjörðunum. Þau búa í hlíðinni ofan við bæinn, í einu fallegasta húsi þessa landshluta. Húsið má að vísu muna fífil sinn fegri og þarfnast sárlega lagfæringar. Umhverfis húsið er Grönveltslundur, hin fræga skógrækt sem Grönvelt gamli og Dillý, konan hans ræktuðu upp.  Þegar þeim áskotnaðist þessi jarðarskiki sem enginn leit við, þá fóru þau að gera tilraunir með að rækta kartöflur og grænmeti, metnaðarfull ung hjón sem hugsuðu stórt. Þau seldu grænmetið inn í Aðalfjörð, og notuðu ágóðann til að kaupa fyrsta bátinn. Það var nýlunda að hægt væri að rækta grænmeti á fjörðunum. Þau seldu vel. Grönvelt gamli byggði upp þennan bæ. Hann kom á fót útgerð, byggði frystihúsið og veitti hundruðum manna atvinnu. Veldi hans var stórt. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og vildi Grönveltslund friðaðan. Lundurinn varð tákn um veldi Grönvelts. Þegar hann var orðinn stórútgerðarmaður, önnum kafinn í vinnu, þá vissi hann ekkert betra en nota sinn litla frítíma til að gróðursetja birki og greni. “Hlaða batteríin.” Sagði hann; “það má ekki gleyma að hlaða batteríin.” Erfingjar hans seldu burt kvótann, húsið er að hruni komið, og þar að auki á snjóflóðahættusvæði, þannig...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur