ImageFöstudaginn 18. nóvember frumsýnir Leikfélag Keflavíkur verkið Trainspotting eftir Irvine Welsh í Frumleikhúsinu í Keflavík. Þýðing verksins er eftir Megas, en leikstjóri er Jón Marinó Sigurðsson. Með aðalhlutverk fer Rúnar Berg Baugsson, en þetta er hans frumraun á sviði. Í sýningunni er sviðsleik blandað saman við vídeósýningu og var leitast við að ná fram kaldranalegum raunveruleika þess heims eiturlyfjaneytandans sem verkið snýst um.

Á sýningum um helgar verður síðan starfrækt kaffihús í Frumleikhúsinu eftir sýningar.

Fyrstu sýningar sem fyrirhugaðar eru:
Frumsýning: Föstudag 18. nóvember kl. 21.00
2. sýning: Sunnudag 20. nóvember kl. 21.00

Miðaverð kr. 1500
Miðasölusími 421 2540, opinn 2 tímum fyrir sýningar.