Author: lensherra

Sex í sveit slær í gegn á Iðavöllum

Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir um þessar mundir verkið Sex í sveit eftir Marc Camoletti í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Skemmst er frá því að segja að sýningin hefur slegið í gegn eystra og uppselt var á þrjár af fjórum fyrstu sýningunum. Bætt hefur verið við aukasýningum til að anna eftirspurn.  Framundan eru sýningar sem hér segir.    Föstudagur 18. nóvember kl. 20  Laugardagur 19. nóvember kl. 15  Laugardagur 19. nóvember kl. 20  Föstudagur 25. nóvember kl. 20  Laugardagur 26. nóvember, kl. 20  Föstudagur 2. desember, kl. 20  Laugardagur 3. desember, kl. 20    Miðapantanir eru í síma 846 2121 eða á Bókasafni Héraðsbúa....

Sjá meira

Helgarnámskeið í bardagatækni á sviði

The Nordic Stage Fight Society (NSFS) heldur helgarnámskeið í tækni og sviðshreyfingum með langstaf í Reykjavík síðustu helgina í nóvember. Þjálfun með staf er mjög góð undirstaða undir sviðsslagsmál með hvers konar vopnum og á þetta vopn sér sögulega hefð í mörgum menningarheimum. Námskeiðið verður haldið helgina 25.-27. nóvember, frá föstudegi til sunnudags. Nánari tímasetningar: Föstudag: 19.00-21.00 Laugardag: 10.00-18.00 Sunnudag: 12.00-18.00 Kennari: Ine Camilla Björnsten, formaður NSFS Verð: 8.000 Fjöldið þátttakenda mest 14 manns. Þetta er byrjendanámskeið en farið verður nokkur hratt yfir sögu. Undirstöðuþjálfun í bardagatækni með berum höndum eða öðrum vopnum kemur þátttakendum að góðum notum en er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku. Skráning í netfangi inefights@gmail.com Frekar má lesa sér til um þessa bardagahefð...

Sjá meira

Ferna hjá Mosfellingum

Leikfélag Mosfellsveitar frumsýndi fjögurra þátta leikdagskrá í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 11. nóvember. Þættirnir voru eftir tvo meðlimi félagsins þá Pétur R. Pétursson og Lárus J. Jónsson og leikstýrt af þremur innanfélagsmönnum. Leikfélagið hefur ekki lagt það í vana sinn að spreyta sig á styttri þáttum og það er vel til fundið að gefa félagsmönnum tækifæri til að reyna sig á þennan hátt. Leikfélag Mosfellsveitar frumsýndi fjögurra þátta leikdagskrá í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 11. nóvember. Þættirnir voru eftir tvo meðlimi félagsins þá Pétur R. Pétursson og Lárus J. Jónsson og leikstýrt af þremur innanfélagsmönnum. Leikfélagið hefur ekki lagt það í vana sinn...

Sjá meira

Blóðberg í Loftkastalanum

Stúdentaleikhúsið frumsýndi fyrir skömmu leikritið Blóðberg sem byggt er á hinni þekktu kvikmynd Magnolia. Útsendari okkar leit á sýningu og hefur ritað um upplifun sína. Stúdentaleikhúsið Blóðberg eftir P.T. Andersson Leikstjóri Agnar Jón Egilsson Sýnt í Loftkastalanum Sýning Stúdentaleikhússins Blóðberg er byggð á kvikmyndinni Magnolia sem vakti allnokkra athygli fyrir nokkrum árum. Myndin var byggð upp með nokkrum sögum af fólki sem tengdist með einum eða öðrum hætti. Gegnumgangandi voru misheppnuð sambönd þessa fólks, brostnar vonir og eftirsjá vegna þess sem miður hefur farið í lífi þess, oftar en ekki af þeirra eigin völdum. Ekki er að sjá að...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert