Hugarflug á Selfossi

ImageÞá er Leikfélag Selfoss að hefja enn eitt leikár sitt í Leikhúsinu gamla við Sigtún. Í haust var auglýst eftir þátttakendum í svonefndu Hugarflugi en þá er unnin sýning úr þeim hugmyndum sem fram koma á fyrstu vinnufundum með leikhópnum. Umsjón með þessari grasrótarvinnu hafa þær Íris Magnúsdóttir og GuðfinnaGunnarsdóttir haft mest á sinni könnu.

Nú er Hugarflugið að komast á fjalirnar og verður sýnt í Leikhúsinu við Sigtún næst komandi sunnudag, 4. desember, fyrst klukkan 15 og kl. 18. Aðeins þessar tvær sýningar.
Aðgangseyri er mjög í hóf stillt, aðeins krónur 500 og dálitlar veitingar þar innifaldar.

Sem sagt upplagt að fá sér eins konar bland í poka hjá Leikfélagi Selfoss á öðrum sunnudegi aðventunnar. Verið velkomin.

0 Slökkt á athugasemdum við Hugarflug á Selfossi 591 30 nóvember, 2005 Allar fréttir nóvember 30, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa