ImageUpplestur og lifandi tónlist fimmtudagskvöldin 1.og 8. desember klukkan 20 í anddyri Borgarleikhússins.

Fimmtudaginn 1.des. lesa eftirfarandi rithöfundar upp úr bókum sínum: Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristjón Guðjónsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir, Yrsa Sigurðardóttir
Seinna kvöldið, fimmtudaginn 8. des. kl. 20 lesa rithöfundarnir: Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn úr bókum sínum.

Boðið verður upp á léttan jóladjass og sannkallaða jólastemningu. Tónlistarmennirnir Ólafur Jónsson á tenórsaxófón og Jón Páll Bjarnason á gítar leika bæði kvöldin. Eymundsson selur bækur höfundanna á góðum kjörum. Ekki missa af frábærri kvöldstund í anddyri Borgarleikhússins.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
 
Hinn árlegi upplestur “Brot af því besta” er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Borgarbókasafns-Kringlusafns, Kringlunnar og Eymundsson.