Leikhópurinn Á senunni sýnir hina margrómuðu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin.  Sýningar verða á Akureyri dagana 10. – 12. desember og í Reykjavík dagana 14. – 18. desember.  Sýningar á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.  Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka.  Útgefandi var Mál og menning.

augasteinn.jpgLeikhópurinn Á senunni sýnir hina margrómuðu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin.  Sýningar verða á Akureyri dagana 10. – 12. desember og í Reykjavík dagana 14. – 18. desember.  Sýningar á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. 

Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003.  Verkið er leikið af höfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins.  Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina.  Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann.  Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta.  Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

Nánari upplýsingar um sýningartíma auk miðasölu má finna á heimasíðu Leikhópsins Á senunni eða á vef LA.