fbpx

Author: lensherra

Hlegið dátt á Eldað með Elvis

Lárus Vilhjálmsson fór um daginn á eina af lokaæfingum á Eldað með Elvis eftir Lee Hall og var bara nokkuð sáttur við stykkið. Þrátt fyrir nokkra hnökra á verkinu sjálfu sem ekki verða lagaðir svo auðveldlega og smá klikk hjá leikurum og tækniliði (þetta var æfing nota bene) lítur þetta út fyrir að verða ansi skemmtileg sýning. Hann gefur verkinu 2 og hálfa stjörnu. Dómurinn í heild sinni er hér. Hlegið dátt á Eldað með Elvis Steinn Elvis ** ½ Ég fór um daginn á eina af lokaæfingum á Eldað með Elvis eftir Lee Hall og var bara nokkuð sáttur við stykkið. Þrátt fyrir nokkra hnökra á verkinu sjálfu sem ekki verða lagaðir svo auðveldlega og smá klikk hjá leikurum og tækniliði (þetta var æfing nota bene) lítur þetta út fyrir að verða ansi skemmtileg sýning. En fyrst um verkið sjálft. Mér skilst að höfundurinn Lee Hall sé nýjasta fróðárundur þeirra tjallana og skrifaði víst handritið að þeirri ólíkindalegu Billy Elliot sem fjallar um lágstéttastrák í Norður Englandi sem vill frekar vera í ballet en fótbolta!!! Þrátt fyrir afar ótrúlegan söguþráð þá var myndin bara ansi lúnkin og hjálpaði þar frábær leikur þeirra Jamie Bell, Julie Walters og Gary Lewis (þeim sem er í Niceland Friðriks Þórs). Eldað með Elvis er svört kómedía í anda Joe Ortons og er ansi fyndin á köflum. En ólíkt verkum Ortons og fleiri...

Read More

Sólstingur

Lárus Vilhjálmsson skrapp á sunnudaginn á sýningu hjá Versló sem heitir Sólstingur. Hann hefur áður farið á nemendamótssýningar þeirra Verslinga og verið afar hrifinn af þeim metnaði sem þau leggja í þessar sýningar. Gagnrýni Lárusar er hér. Sólstingur hjá Versló solstingur01 ** Ég skrapp núna á sunnudaginn á sýningu hjá Versló sem heitir Sólstingur. Ég hef áður farið á nemendamótssýningar þeirra verslinga og hef verið afar hrifinn af þeim metnaði sem þau leggja í þessar sýningar. Þarna hefur söngur og dans verið í hæsta gæðaflokki, leikur oft góður og maður hefur skemmt sér vel þótt að söngleikir bjóði kannski ekki upp á mikinn andlegan upphristing. Sólstingur er eins og fyrri sýningar verslinga metnaðarfull og kraftmikil sýning og margt er snoturlega gert. Hún fjallar um útskriftarferð verslinga til Spánar og segir frá ástarflækjum þeirra og partístandi. Sýningin er síðan reglulega brotin upp með söng og dansnúmerum. Eins og fyrri daginn eru þarna í hverju rúmi hörku söngvarar og dansarar sem hrífa mann og maður spyr sig af hverju Stöð 2 er að leita að Idolinu um allt land þegar þau eru eiginlega öll þarna í sýningunni. Tónlistin var afar skemmtileg eftir fjölda listamanna frá Bítlunum til Coldplay og tónlistarstjórnin í pottþéttum höndum Jóns Ólafssonar. Dansatriðin voru mörg afar skemmtilega útfærð af Helenu Jónsdóttur og búningar voru oft ótrúlega hugmyndaríkir. Af þeim atriðum sem voru einna eftirminnilegust er helst að nefna...

Read More

Kraftmikil Lína í Borgarleikhúsinu

Það eru sumir sem halda því fram að það sé sjálfsagður réttur hverrar kynslóðar barna að sjá ákveðin barnaleikrit. Þetta ár hlýtur því að vera afar mikilvægt í réttindabaráttu yngstu kynslóðar Reykvíkinga því tvö þessarra mikilvægu verka eru nú sýnd í stóru leikhúsunum. Gagnrýnandi Leiklistarvefsins skellti sér á annað þeirra, nánar tiltekið Línu langsokk í Borgarleikhúsinu. Kraftmikil Lína í Borgarleikhúsinu Fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavíkur var barnaleikritið góðkunna, Lína langsokkur eftir sænska barnabókasnillinginn Astrid Lindgren. Það er María Reyndal sem leikstýrir og þreytir þar með frumraun sína í Borgarleikhúsinu en hún hefur áður getið sér gott orð sem leikstjóri með Beyglum í Iðnó og Karíusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. Lína langsokkur er greinilega að verða svar LR við reglulegum sýningum Þjóðleikhússins á verkum Torbjörns Egner. Undirritaður sá einmitt sýningu á Línu á sama sviði fyrir ca. áratug og fannst satt að segja uppsetningin takast ólíkt betur í þetta skiptið en þá því á þeirri sýningu hálfpartinn leiddist honum. Það sem einkennir þessa sýningu kannski mest eru krafturinn og leikgleðin sem geisla af leikhópnum. Alltof oft hefur maður haft það á tilfinningunni á barnasýningum á stóru sviðum beggja leikhúsa að leikararnir séu þarna af hálfum hug (þar er mögulega við stærð salanna að einhverju leiti að sakast) en því var sko ekki fyrir að fara á þessari sýningu. Með Ilmi Kristjánsdóttur sem Línu í broddi fylkingar var keyrt af...

Read More

Tréhausinn 2003 – Óskarsverðlaun áhugaleiklistarinnar

Oft hefur Listamaðurinn ógurlegi reitt hátt til höggs en aldrei eins og nú. Nú er það hvorki meira né minna en Tréhausinn, óopinber heiðursverðlaun áhugaleiklistarinnar. Hver var besta sýningin? Bestu leikararnir? Besta handritið? Besta útlitið? Tréhausinn 2003 Mín prívat áhugaleikhúsverðlaun eftir Þorgeir Tryggvason Starfs míns vegna sé ég drjúgan hluta sýninga íslenskra áhugaleikfélaga. Af því tilefni, og vegna þess að senn er leikárið liðið og frumsýningum að linna, hef ég farið yfir það hvað mér þykir hafa tekist best í vetur. Ég hef því stofnað til verðlauna sem ég kýs af persónulegum ástæðum að kalla Tréhausinn. Enginn efnislegur verðlaunagripur verður afhentur, en þakkarræður óskast settar á spjallþræðina. Ég nota alvanalegt flokkakerfi Óskars frænda, með smá aðlögun að forsendum íslensks áhugaleikhúss. Einn sigurvegari í hverjum flokki, og nokkrir aðrir nefndir sem voru nálægt því og eiga skilið að á þá sé minnst. Allt er þetta til gamans gert, og ekki má gleyma því að bæði sá ég ekki allar sýningar vetrarins og eins kom ég að gerð sumra þeirra, og þær þar með úr leik. Þetta er fúlt fyrir Hugleik, en það verður að hafa það. Ég læt fylgja með lista yfir þær sýningar sem ég sá. En allavega, Tréhausinn hlýtur….   Besta sýning Fuglinn minn heitir fótógen Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurlands Leikstjóri Sigrún Sól Ólafsdóttir Þetta ómótstæðilega stefnumót Þriggja Systra, Máfsins og leikhópsins reyndist vera einhver sterkasta leiksýning sem ég...

Read More

Fjórréttað hjá Leikfélagi Kópavogs

Tilraunaeldhús Leikfélags Kópavogs frumsýndi nú fyrir skemmstu sýninguna Fjórréttað sem er, eins og nafnið gefur lítillega til kynna, fjögur verk sem mynda eina sýningu. Þrjú verkanna eru eftir félaga í LK í samvinnu við leikstjóra ein er eftir útlending nokkurn. Ármann Guðmundsson var á staðnum og ákvað að tjá sig opinberlega um það sem var á boðstólnum. Tilraunaeldhús sem bragð er af – Fjórréttað hjá Leikfélagi Kópavogs Ilse, Gaui Nú þegar sumarið er um það bil að skella á með öllu sínu sólskini og veðurblíðu eru flest leikfélög skriðin í hýði til að safna kröftum fyrir næsta leikár. Önnur eru þó enn spriklandi af fjöri og Leikfélag Kópavogs er eitt af þeim, frumsýndi föstudaginn 9. maí fjögur leikverk og þar af þrjú samin af meðlimum leikfélagsins í samvinnu við leikstjóra. Herlegheitin eru sýnd undir formerkjum Tilraunaeldhúss LK. Það var nú reyndar alls ekki ætlunin að skrifa um þessa sýningu þegar ég mætti í Félagsheimili Kópavogs á föstudagskvöldið en eftir að hafa séð sýninguna fann ég einhverja innri hvöt og ákvað að “hrifla” smá um hana í þeirri von að bjarga einhverjum frá því að missa af stórskemmtilegri sýningu. Fyrsta verkið var eina “ófrumsamda” verk kvöldsins, Leikæfing eftir Peter Barnes í þýðingu Ingunar Ásdísardóttur. Það var Þorgeir nokkur Tryggvason sem sat í leikstjórastólnum og stýrði þeim Einari Þór Samúlessyni og Helga Róbert Þórissyni í jarðbundnasta verki kvöldsins. Sýningin var afar...

Read More


Nýtt og áhugavert