Hugleikur undir hamrinum
Hugleikur frumsýndi laugardaginn 8. mars í Tjarnarbíó, leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Leiklistarvefurinn átti mann á staðnum og hér má sjá hvað honum fannst. Hugleikur undir Hamrinum Hugleikur frumsýndi í Tjarnarbíói í gær leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Þemað í verkinu er gamalkunnugt þegar Hugleikur er annars vegar. Íslenskt sveitalíf fyrr á tímum, kryddað ástum og örlögum sérstæðra persóna. Þetta er í annað sinn sem verk eftir Hildi fer á fjalirnar hjá Hugleik. Fyrir fjórum árum sýndi Hugleikur leikritið Völin, Kvölin og Mölin sem Hildur skrifaði ásamt V. Kára Heiðdal og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Þar var ágætis verk á ferðinni sem gaf góð fyrirheit um framtíð höfundanna. Því miður verður að segjast að Undir hamrinum stendur ekki alveg undir væntingum. Til þess er of mörgu ábótavant í verkinu. Sagan er ekki ýkja frumleg né spennandi og framvindan á köflum hæg og jafnvel þyngslaleg. Ýmsar senur eru ágætlega skrifaðar en þær eru of fáar til að halda leikritinu uppi. Að því sögðu skal þó tekið fram að sýningin er góð skemmtun og að sumu leyti slær Hugleikur þar nýjan og ferskan tón. Þar er ástæðan fyrst og fremst sá búningur sem sýningunni er búinn af leikstjóra og hönnuðum. Útlit sýningarinnar er áberandi fráhvarf frá hefðbundnum raunsæisstíl í útliti sem hefur nokkuð einkennt sýningar Hugleiks. Leikmyndin er eins einföld og orðið getur með þremur færanlegum...
Read More