Laugardaginn 29. apríl  verður síðasta sýning leikhópsins Kláusar á Rítu eða „Educating Rita“ eftir Willy Russell í Iðnó sem sýnt hefur verið undanfarin rúman mánuð við ágætar undirtektir áhorfenda. Með hlutverk Rítu fer Margrét Sverrisdóttir og prófessor Frank leikur Valgeir Skagfjörð. Um leikstjórn og þýðingu verksins sér Oddur Bjarni Þorkelsson. Um hönnun og leikmynd verksins sér Jóhannes Dagsson. rita.jpgLaugardaginn 29. apríl  verður síðasta sýning leikhópsins Kláusar á Rítu eða „Educating Rita“ eftir Willy Russell í Iðnó sem sýnt hefur verið undanfarin rúman mánuð við ágætar undirtektir áhorfenda. Með hlutverk Rítu fer Margrét Sverrisdóttir og prófessor Frank leikur Valgeir Skagfjörð. Um leikstjórn og þýðingu verksins sér Oddur Bjarni Þorkelsson. Um hönnun og leikmynd verksins sér Jóhannes Dagsson.

Flestir þekkja söguna af Rítu, en hún fjallar í stuttu máli um unga konu sem er orðin leið á tilbreytingarlausri tilveru sinni og ákveður að athuga hvort ekki megi fá meira úr lífinu en vinnu og kvöld á pöbbnum með manninum. Hún skráir sig á bókmenntakúrs hjá langdrukknum og lífsleiðum prófessor og hefur það ófyrirséðar afleiðingar…

Sýningin hefst klukkan 20:00 og miðaverð er krónur 2.500.

Miðapantanir í síma 562 9700 og við innganginn.