Author: lensherra

Gosi frumsýndur á Sauðárkróki

Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er barna- og fjölskyldusöngleikurinn Gosi.  Þetta er leikverk Brynju Benediktsdóttur með söngvum eftir Þórarin Eldjárn við tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar.  Verkið er byggt á hinni heimsfrægu sögu um strengjabrúðuna Gosa eftir ítalann C. Collodi, en sagan kom fyrst út á bók árið 1873 og er því orðin rúmlega 230 ára gömul.  Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en þetta er í fimmta sinn sem hann setur upp leikrit með Leikfélagi Sauðárkróks. Að þessari uppsetningu á Gosa koma um fjörutíu manns, þar af um 20 leikendur og í þeim hópi er mikið af bráðefnilegu ungu fólki...

Sjá meira

Leikfélag Siglufjarðar lætur ekki deigan síga

Hjá Leikfélagi Siglufjarðar standa yfir stífar æfingar á bráðskemmtilegu verki þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur, Láttu ekki deigan síga Guðmundur.   Leikurinn gerist árið 1984 og fjallar um ´68 kynslóðina svokölluðu, sigra hennar og vonbrigði á gamansaman hátt.   Í leikritinu rifjar aðalpersónan, Guðmundur Þór, upp sögu sína þegar sonur hans Garpur Snær leitar ásjár hjá honum eftir að mamma hans hefur hent honum út. Saman fara þeir feðgar í ferðalag um fortíðina þar sem margt ber á góma, og hefst sagan á menntaskólaárum Guðmundar og er stiklað á stóru á fornum kvennavegi Guðmundar allt til ársins 1984.  L.S...

Sjá meira

Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Dalvíkur

Nú eru hafnar æfingar á nýju leikverki hjá Leikfélagi Dalvíkur. Verkið samanstendur af 5 einþáttungum sem allir eru skrifaðir af leikskáldum úr Dalvíkurbyggð. Þættirnir eiga það sameiginlegt að þeir gerast í raðhúsi og það á einum og sama deginum. Höfundar einþáttunganna eru 6, en þeir eru Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Freyr Antonsson, Júlíus Júlíusson, Ingibjörg Hjartardóttir, Arnar Símonarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Ekki hefur enn verið ákveðið yfirheiti verkanna. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Þórarinn Blöndal hannar leikmynd og Pétur Skarphéðinsson lýsingu. Leikendur eru 17 talsins og margir koma fram í fleiru en einu hlutverki. Áætlað er að frumsýna þetta nýja leikverk um miðjan nóvember. Verkið verður sýnt fram undir miðjan desember, þá verður farið í jólafrí, en síðan er stefnt aftur að sýningum á milli jóla og...

Sjá meira

Sænsk gestasýning í Þjóðleikhúsinu

Fimmtudaginn 19.október kl. 20.00 og föstudaginn 20.október kl. 20.00 sýnir Cinnober leikhúsið frá Gautaborg leikritið Suzannah eftir Jon Fosse á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Leikritið fjallar um Súsönnu Ibsen sem í 48 ár var eiginkona norska skáldjöfursins Henriks Ibsens. Höfundurinn kallar verkið einleik fyrir þrjár leikkonur. Einleikurinn skiptist milli þriggja radda, sem endurspegla líf Súsönnu á þremur aldursskeiðum hennar, þegar hún er ung kona, miðaldra og gömul. Leikstjórinn Svante Aulis Löwenborg hefur sagt að verkið sé ný tegund tónleikrits þar sem tónlistin tekur stundum völdin af orðinu. Tónlistin sem er mjög ríkur þáttur í verkinu er samin af Atla Ingólfssyni og í sýningunni er hún flutt af Göteborgs Kammarsolisterna sem er skipuð átta hljóðfæraleikurum en þeir eru á sviðinu allan tímann ásamt leikkonunum þremur. Sara Estling leikur Súsönnu unga, Helén Hansson leikur hana miðaldra og Lena Nordberg leikur hana á efri árum. Súsanna Ibsen var fædd 1836 og lést 1914. Um hana og líf hennar eru ekki til  miklar heimildir. Bergliot Ibsen sem giftist Sigurði, syni þeirra Ibsenhjóna, skrifaði bók um fjölskylduna sem hún nefndi De tre eða Þau þrjú en sú bók er í  flokki þekktustu endurminningabóka Norðmanna. Bókin dregur upp frekar jákvæða mynd af fjölskyldu norska skáldjöfursins, en lýsingarnar á Súsönnu eru þó ólíkar öðrum lýsingum sem til eru af henni. Í bókinni er henni lýst sem gáfaðri og víðsýnni konu með mikla kímnigáfu, sem tókst einkar vel að bregðast við og kljást við þá erfiðleika sem komu upp...

Sjá meira

Ársrit BÍL komið út

Ársrit BÍL fyrir leikárið 2005 – 2006 er komið út. Að venju kennir þar ýmissa grasa enda eru þar dregnar saman fréttir og upplýsingar um starfsemi félaganna og Bandalagsins á liðnu leikári. Prentuð útgáfa hefur veirð send til leikfélaganna en einnig er hægt að nálgast eintak í PDF-formi hér....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað