Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er barna- og fjölskyldusöngleikurinn Gosi. Þetta er leikverk Brynju Benediktsdóttur með söngvum eftir Þórarin Eldjárn við tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar. Verkið er byggt á hinni heimsfrægu sögu um strengjabrúðuna Gosa eftir ítalann C. Collodi, en sagan kom fyrst út á bók árið 1873 og er því orðin rúmlega 230 ára gömul. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en þetta er í fimmta sinn sem hann setur upp leikrit með Leikfélagi Sauðárkróks.
Að þessari uppsetningu á Gosa koma um fjörutíu manns, þar af um 20 leikendur og í þeim hópi er mikið af bráðefnilegu ungu fólki sem vonandi á framtíðina fyrir sér á leikssviðinu. Með aðalhlutverkin fara Fannar Arnarsson sem leikur Gosa og Sveinn Rúnar Gunnarsson sem leikur samvisku hans, Flökkujóa.
Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki, frumsýnt verður laugardaginn 21. október kl. 17:00 og aðrar sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning laugardaginn 21. október kl. 17:00
2. sýning sunnudaginn 22. október kl. 15:00
3. sýning þriðjudaginn 24. október kl. 18:00
4. sýning miðvikudaginn 25. október kl. 18:00
5. sýning fimmtudaginn 26. október kl. 18:00
6. sýning laugardaginn 28. október kl. 15:00
7. sýning sunnudaginn 29. október kl. 15:00
8. sýning þriðjudaginn 31. október kl. 18:00
9. sýning miðvikudaginn 1. nóvember kl. 18:00
10. sýning fimmtudaginn 2. nóvember kl. 18:00
Lokasýning laugardaginn 4. nóvember kl. 15:00
Miðapantanir eru í síma 849 9434