Brigitta kveður hjá Leikfélagi Fjallabyggðar
Leikfélag Fjallabyggðar æfir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri. Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera ”sakamálaleikrit með gamansömu ívafi”. Æfingar hófust tólfta september og frumsýning verður 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er að því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðarríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf...
Sjá meira


