Author: lensherra

Brigitta kveður hjá Leikfélagi Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar æfir nú nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri. Verkið heitir BIRGITTA KVEÐUR og er sagt vera ”sakamálaleikrit með gamansömu ívafi”. Æfingar hófust tólfta september og frumsýning verður 28. október. Leikritið gerist á einu föstudagssíðdegi og kvöldi í litlu innflutningsfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í innflutningi frá Kína. En þetta er ekki venjulegur dagur því um kvöldið á að kveðja elsta starfsmanninn, hana Birgittu, sem er að láta af störfum vegna aldurs. Er að því tilefni slegið upp kveðjuveislu. Er óhætt að segja að kvöldið verði viðburðarríkt og óvæntir atburðir gerist þannig að kalla þarf...

Sjá meira

Alþjóðaáhugaleikhúshátíðin í Debrecen 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Alþjóðlegu áhugaleiklistarhátíðina sem haldin verður í Debrecen í Ungverjalandi dagana 19.-25.  júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður. Finna má reglur hátíðarinnar hér.  Óskað er eftir sýningum sem eru ekki lengri en 60 mínútur þó undantekningu megi gera vegna sýninga sem teljast sérlega athyglisverðar. Tíminn til uppsetningar sýningar og frágangs skal ekki vera lengri en 30 mínútur. Allt að 12 manna hópar fá gistingu, fæði og ferðir innanlands frítt.  Tímamörk umsókna eru 31. október 2022. Umsóknir skal senda inn hér. Nánari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð BÍL í info@leiklist.is eða í síma...

Sjá meira

Tindátarnir eru mættir

Kómedíuleikhúsið frumsýnir Tindátana föstudaginn 30. september næstkomandi. Fyrir nærri 8 áratugum kom út ljóðabók sem átti eftir að spá fram í tímann og vera auk þess einstaklega sannspá. Þessi framsýna íslenskra ljóðabók spáði hvorki meira né minna en fyrir um endalok seinni heimstyrjaldarinnar. Ljóðabók þessi heitir Tindátarnir og er eftir Stein Steinarr með myndum eftir Nínu Tryggvadóttur. Enn á þessi bók brýnt erindi við okkur mannfólkið og verður vonandi einnig sannspá og það helst sem fyrst. Nú hefur Kómedíuleikhúsið gert leikverk uppúr þessari áhrifamiklu ljóðabók, Tindátarnir, og verður leikurinn frumsýndur í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal á föstudag 30. september. Tindátarnir...

Sjá meira

Fundargerð framhaldsaðalfundar Reykjavík 17. sept. 2022

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2022 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.  Guðfinna Gunnarsdóttir formaður Bandalagsins setur þennan framhalds aðalfund við 72. aðalfund BÍL. Hún býður alla velkomna.  Guðfinna stingur upp á F. Ella Hafliðasyni sem fundarstjóra og Jónheiði Ísleifsdóttur sem fundarritara.  Elli biður um könnun á lögmæti fundar. Dýrleif segir að  borist hafi sjö kjörbréf frá sjö félögum og búið sé að kanna lögmæti fundar og hann sé löglegur. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.  Dýrleif les upp þau leikfélög sem eiga atkvæðisrétt á fundinum og deilir út atkvæðaspjöldum. Það eru sjö félög með atkvæði á fundinum. Fjögur félög eru með fulltrúa á staðnum en þrjú félög eru með fulltrúa á Zoom. Búið er að kjósa í stjórn fyrir árið og þess vegna er ekki þörf á að auglýsa eftir tillögum og framboðum. Elli útskýrir hvernig atkvæðagreiðsla fer fram á fundinum. Þeir sem eru að staðnum rétta upp sín spjöld, en þeir sem taka þátt á zoom fá upp atkvæðagreiðslu á zoom þar sem þeir geta greitt atkvæði.  Ef fólk á Zoom vill taka til máls þá er hægt rétta upp hendi með “reaction” á zoom. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.  Fundarstjóri bendir á að aðalfundargerð síðasta fundar sé aðgengileg á vefnum og hlekk á hana var deilt með...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur