Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Alþjóðlegu áhugaleiklistarhátíðina sem haldin verður í Debrecen í Ungverjalandi dagana 19.-25.  júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður. Finna má reglur hátíðarinnar hér. 

Óskað er eftir sýningum sem eru ekki lengri en 60 mínútur þó undantekningu megi gera vegna sýninga sem teljast sérlega athyglisverðar. Tíminn til uppsetningar sýningar og frágangs skal ekki vera lengri en 30 mínútur. Allt að 12 manna hópar fá gistingu, fæði og ferðir innanlands frítt. 

Tímamörk umsókna eru 31. október 2022. Umsóknir skal senda inn hér. Nánari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð BÍL í info@leiklist.is eða í síma 551-6974.