Aðalfundur Hugleiks og kynning á haustverkefni

Aðalfundur Hugleiks og kynning á haustverkefni

Aðalfundur leikfélagsins Hugleiks verður haldinn miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 20.00 í húsnæði félagsins að Langholtsvegi 111 (gengið inn bakatil, aðkoma á bílastæði er frá Drekavogi).

Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður haustverkefni félagsins, splunkunýr söngleikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, kynnt með tóndæmum og lestri. Síðan má búast við spjalli frameftir, eins og gjarnt er á góðra vina fundum.

Við hvetjum alla til að mæta, hitta gamla félaga og nýja og taka þátt í að móta starf félagsins.

Nýir félagar sem ganga vilja í Hugleik eru sérlega velkomnir!
Skuldlausir félagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

0 Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Hugleiks og kynning á haustverkefni 238 06 maí, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur maí 6, 2019

Áskrift að Vikupósti

Karfa