Samkvæmt tillögum skólanefndar í gær hefur stjórn ákveðið að fella niður Leiklistarskóla BÍL í sumar. Eins og gefur að skilja var um ákaflega erfiða ákvörðun að ræða en eftir að hafa vegið og metið röksemdir með og á móti, var ljóst að ekki væri stætt á öðru en að fella niður skólahald við í ár.
Skólanefnd velti ýmsum möguleikum fyrir sér en niðurstaðan var að engin leið væri að uppfylla reglur og fyrirmæli um sóttvarnir án þess að það kæmi verulega niður á innihaldi og gæðum námsins og samverunnar á Reykjum.
Stefnt að því að halda skólann 12. – 20. júní sumarið 2021 með sama sniði og gera átti í sumar.