Út er komið ritið Leiklist og list á Þingeyri eftir Elvar Loga Hannesson. Þetta er önnur bókin í ritröð höfundar þar sem hann tekur saman heimildir um leiklist á Vestfjörðum. Bókion er stútfull af fróðleik og fjölmargar myndir úr leiklistarsögu svæðisins prýða hana. Von er á fleiri svipuðum ritum um önnur pláss á Vestfjörðum og lítill fugl hvíslaði að næst sé von á riti um leiklistarsöguna í Bolungarvík.

Bækurnar eru til sölu hér í Leikhúsbúðinni en einnig í bókaverslunum og á vef Kómediuleikhússins.