Nú á dögunum frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hið sívinsæla verk Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Verkið var fyrst frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1995 og er eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks. Verkið er sýnt í Rýminu, húsnæði Leikfélags Akureyrar.

Davíð, ungur og hæfileikaríkur Reykvíkingur, snýr aftur heim til Íslands eftir nokkurra ára búsetu erlendis. Er hann tekur síðustu sporin að heimahögunum ferðast hugur hans í gegnum minningar liðinna tíma. Sögusviðið er Reykjavík uppvaxtarára hans við upphaf sjöunda áratugarins. Hann býður áhorfendum með í magnað ferðalag fullt af söng, dansi, ást og ljúfsárum minningum. Tónlistin í sýningunni skipar veigamikinn sess en mörg af ástsælustu lögum þessa tíma fá að hljóma og gleðja. Þrek og tár er allt í senn; þroskasaga ungs manns, fjölskyldusaga og ekki síst saga þjóðar og ungs lýðveldis.

Næstu sýningar:
10.05. kl. 20:00 3. sýning
11.05. kl. 20:00 4. sýning
17.05. kl. 20:00 5. sýning
17.05. kl. 23:30 6. sýning

Aðstoðarleikstjóri er Bryndís Rún Hafliðadóttir og um tónlistarstjórn sjá Pétur Karl Ómarsson og Steinarr Ólafsson. Danshöfundar eru Ásdís Rós Alexandersdóttir og Gyða Björk Ólafsdóttir.

Að verkinu koma 18 leikendur og 6 manna hljómsveit auk annarra, en alls koma um 50 nemendur að sýningunni. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.