Síðasti skráningardagur í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga 2018 er á sunnudaginn, 15. apríl.

Hér eru allar upplýsingar um skólann og námskeiðin sem boðið er uppá í ár  https://leiklist.is/leiklistarskoli-bil-2018/

Það eru laus pláss á öll námskeiðin nema Trúðanámskeiðið, það er orðið pakkfullt.

Ég vil vekja sérstaka athygli ykkar á námskeiðinu Á bak við tjöldin – Hönnun og aðferðir við leikmynda- og búningagerð, en eftir svona námskeiði hefur verið kallað á hverjum aðalfundi í mörg ár og nú er tækifærið loksins komið. Endilega kynnið það fyrir baktjaldafólkinu ykkar svo enginn missi nú af þessu vegna skorts á upplýsingum.

Umsóknum skal skila á netfangið info@leiklist.is og um leið þarf að leggja staðfestingargjaldið, kr. 40.000.- inn á 334-26-5463, kt. 440169-0239. Eftirtaldar upplýsingar þarf að senda í tölvupósti: Hvaða námskeið er verið að sækja um, nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, bæjarfélag, netfang og símanúmer. Þar sem krafist er undirbúningsnámskeiða eða reynslu skal láta ferilskrá fylgja umsókn.

Látið ekki þessa frábæru leiklistarmenntun fram hjá ykkur fara!