Þessa dagana höldum við upp á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga en það var stofnað 12. ágúst 1950. Í tilefni afmælisins var blásið til stuttverkasamkeppni. Dómnefnd valdi þrjú stuttverk sem send voru öllum aðildarfélögum til frírrar notkunar þessa viku. Mörg þeirra leika eða leiklesa þessi verk næstu daga. Til að vekja athygli á því og á starfsemi félaganna almennt er hér samantekt á því sem við höfum fengið upplýsingar um að félögin séu að gera dagana 19. til 22. nóvember:

Leikfélag Kópavogs
Starfsemi í Leikhúsinu, Funalind 2:
1. Stuttvarpsdeild leikfélagsins heldur samlestur þar sem m.a. verðlaunaverkin verða leiklesin
2. Yngri og eldri deild Barna- og unglingadeildar LK hefja æfingar fyrir leiksýningar sem verða sýndar 28. og 29. nóvember
3. Undirbúningur hefst einnig í vikunni fyrir leikdagskrá sem frumsýnd verður á árlegu Stjörnuljósakvöldi félagsins.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs
Æfingar standa yfir á  leikritunum Bónorðinu eftir Tsjekhov í leikstjórn Almars Blæs Sigurjónssonar og Allra meina bót eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni í leikstjórn Einars Rafns Haraldssonar og Freyju Kristjánsdóttur. Félagið æfir að Smiðjuseli 2 í Fellabæ og eru sýningar fyrirhugaðar um jólaleitið.

Leikfélag Keflavíkur
Hugmyndavinna stendur yfir vegna sögusýningar sem verður opnuð á Ljósanótt 2016 í tilefni af 55 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur, áður Stakkur. Leikfélagið hefur einnig hafið samstarf við Vox Arena á uppsetningu fyrir vorið 2016.

Fimmtudagur 19. nóvember

Halaleikhópurin, Reykjavík
Æfing á bútum úr Stræti eftir Jim Cartwright
Unnið í búningum og leikmynd ásamt veggspjaldi og leikskrá fyrir Sagan af Joey og Clark

Borgarbörm, Reykjavík
Kl. 10:45 Listbúðir fyrir 3-bekkinga í Vesturbæjarskóla, sýnt er í Iðnó
Kl. 20.00 Æfing á leikritinu Ferðalagið – Leitin að Jólaandanum sem frumsýnt verður í Iðnó 29. nóvember. Leikstjóri er Erla Ruth Harðardóttir.

Leikfélagið Óríon, Reykjavík
Kl. 19.30 Æfing á verkefni vetrarins, Íbúðin ungmennahús, Safamýri 5

Leikfélag Selfoss
Kl. 20.000 Leiklestur á afmælisverkunum í Litla leikhúsinu við Sigtún

Leikfélag Hörgdæla
Kl. 20.00 Stjórnarfundur, leikverk vetrarins valið

Föstudagur 20. nóvember

Freyvangsleikhúsið
Kl. 20.00 Klaufar og kóngsdætur í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar í Freyvangi

Hugleikur, Reykjavík
Kl. 20.00 Stuttverkadagskráin „Et tu, Hugleikur?“ að Eyjaslóð 9
Sjö ný verk frumflutt og tvö af afmælisverkunum leiklesin

Halaleikhópurinn
Rennsli á Eintölum úr Innlit í Stræti eftir Jim Cartwright.
Kl. 20.00 „Innlit í Stræti“ í Halanum, Hátúni 12

Stúdentaleikhúsið, Reykjavík
Kl. 20.00 Öskufall eftir Tryggva Gunnarsson, sýnt í Gömlu kartöflugeymslunum

Leikfélag Hörgdæla
Kl. 20.00 Samlestur/æfing á afmælisverkunum að Melum í Hörgárdal

Laugardagur 21. nóvember

Halaleikhópurinn
Æfing á bútum og rennsli á Stræti eftir Jim Cartwright

Leikfélag Norðfjarðar
Kl. 14.00 Sýningar á afmælisverkunum í Nesskóla, Neskaupsstað

Leikfélag Vestmannaeyja
Kl. 15.00 Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz í Menningarhúsinu Kviku

Leikfélag Sauðárkróks
Kl. 15.00 Vinnudagur hjá stjórn, flutningur í nýja aðstöðu félagsins

Leikfélag Mosfellssveitar
Kl. 20.00 Mæður Íslands í leikstjórn Agnesar Wild í Bæjarleikhúsinu

Leikfélag Hörgdæla
Kl. 20.30 Kráarstemming að Melum; Leiklestur á afmælisverkunum og sýning á revíunni „Kveðið í dalnum“ frá 1993

Sunnudagur 22. nóvember

Halaleikhóipurinn
Vinna við kynningarmál á Sögunni af Joey og Clark

Borgarbörn
Lýsingarvinna í Iðnó

Leikfélag Keflavíkur
Kl. 14.00 og 17.00 Rauðhetta í leikstjórn Víkings Kristjánssonar í Frumleikhúsinu

Leikfélag Mosfesslsveitar
Kl. 15.00 Töfratárið, frumsýning í Bæjarleikhúsinu. Höfundur og leikstjóri er Agnes Wild

Leikfélag Hólmavíkur
Kl. 15.00 Leiklestur á afmælisverkunum í Sýslinu, Hólmavík

Leikfélag Vestmannaeyja
Kl. 15.00 Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz í Menningarhúsinu Kviku

Leikfélag Ölfuss
Kl. 16.00 Leiksýningar og leiklestur á afmælisverkunum að Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn
10 ára afmæli félagsins fagnað um leið og 65 ára afmæli Bandalagsins.

Stúdentaleikhúsið, Reykjavík
Kl. 20.00 Öskufall eftir Tryggva Gunnarsson, sýnt í Gömlu kartöflugeymslunum

Hugleikur, Reykjavík
Kl. 20.00 Stuttverkadagskráin „Et tu, Hugleikur?“ að Eyjaslóð 9
Sjö ný verk frumflutt og tvö af afmælisverkunum leiklesin

Á dögunum barst okkur svo þessi vísa:

Bandalagið ber sig vel,
það býsna öflugt ég tel.
Í list og leik
og lífsins feik.
Já, lífið er hálfgert breik.

Höfundur Aðalsteinn H. Hreinsson, Leikfélagi Hörgdæla