Fimmtudaginn 29. Maí kl. 12-14 halda Sjálfstæðu leikhúsin málþing í Iðnó um stöðu stjálfstætt starfandi sviðslistamanna. Yfirskrift málþingsins er „Er starfsumhverfi sjálfstæðra leikhópa í takt við tímann?“

Markmið málþingsins er að hefja samræður milli ráðamanna og sjálfstætt starfandi sviðslistamanna um það starfsumhverfi sem boðið er upp á í dag en jafnframt að varpa ljósi á þá þróun sem hefur orðið á mikilvægi atvinnuleikhópa fyrir íslenskt samfélag. Mikil gróska hefur verið í starfseminni undanfarin ár og hið síbreytilega starfsumhverfi sviðslistamanna kallar á sveigjanlegt kerfi sem getur brugðist skjótt við þeim ólíku þörfum sem sjálfstætt starfandi sviðslistamenn þurfa til að þroskast og þróast sem listamenn. Einnig er nauðsynlegt að gefa gaum að aukinni útrás, leikferðum innanlands, alþjóðlegum hátíðum o.fl. en núverandi rammi bíður ekki upp á svegjanleikka til að bregðast við þessari þróun. Með því að varpa ljósi á stöðuna vill SL hafa frumkvæði að því að hvetja til alsherjar endurskoðunar á sviðslistaumhverfinu á Íslandi.

Mælendaskrá:

Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menntamálaráðuneytinu
Opnar málþingið og fer yfir hlutverk og skyldur hins opinbera gagnvart sjálfstætt starfandi sviðslistahópum

Orri Hauksson formaður Leiklistarráðs
Kostir og gallar úthlutunarreglna Leiklistarráðs

Ragnar Karlsson, frá Hagstofu Íslands
Þróun í aðsóknartölum síðustu tíu ára.

Páll Baldvin Baldvinsson, leikhúsfræðingur og blaðamaður
Mikilvægi atvinnuleikhópa í sögulegu samhengi

Aino Freyja Järvelä, formaður SL
SL, bandalag atvinnuleikhópa, horft til framtíðar.

Umsjón og samantekt:
Magnús Árni Magnússon.

Léttur hádegisverður í boði SL.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið leikhopar@leikhopar.is eða í síma: 551 1400 fyrir 28. maí 2008.

{mos_fb_discuss:3}