Vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem Covid-19 og samkomubann skapa, sér Þjóðleikhúsið sig tilknúið til að fella valið á athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins niður í ár.  Óvissa ríkir um allt skipulag í leikhúsinu auk þess sem mörgum fyrirhuguðum leiksýningum aðildarfélaga BÍL hefur verið frestað fram á næsta haust.

Valið fellur því niður á þessu leikári, en eins og segir í skilaboðum frá Þjóðleikhúsinu: „… við tökum ótrauð upp þráðinn að nýju á næsta leikári!“