Miðvikudagskvöldið 13. apríl  kl. 20.00 mun uppistandsgengið Hjólastólasveitin enn og aftur tröllríða Gaflaraleikhúsinu og flytja frumsamið grínefni. Fjórir fjörugir uppistandarar – þrír í hjólastólum og einn á skrikkjandi fótum! Gestaleikari kvöldsins er hinn heimsfrægi íslenski uppistandari Ari Eldjárn.

 

Tilveran verður skoðuð á spaugilegan hátt. Hinn víðförli Leifur sem verður með uppistand á Hvannadalshnjúk í byjun júní (frítt inn) segir okkur sánasögur frá Finnlandi og how to bond with tengdó in ten ways. Elva Dögg sem er á leið að fá sér fjarstýringu á heilann ætlar að ræðu um hvernig er hafa barnavernd á speeddial og hvernig mjólkurfernan ratar inná bað. Örn, fuglinn þessi sem flýgur fugla hæst enda nátengdur guði, segir okkur dverga og kynlífsbólgusögur. Guðríður ætlar að kynna hópinn.

Húsið opnar kl. 19.30. Miðaverð 1000 kr. Léttar veitingar seldar í anddyri.
Miðapantanir í síma 695-3631  Gaflaraleikhúsið, Strandgötu 50 Hafnarfirði

{mos_fb_discuss:2}