Leikverkið Á svið! fjallar um áhugaleikfélag sem er að setju upp sakamálaleikritið Hið fúla fólskumorð sem er frumraun höfundar í leikritun. Þegar leikritið hefst er stutt í frumsýningu og margt sem er ekki að ganga upp. Má þar helst nefna að höfundurinn er sífellt að koma með breytingar á framvindu leikrtsins, leikstjóri sem er á barmi taugaáfalls, misupplagðir og áhugasamir leikarar. Úr þessu spinnast hinar ýmsu óæskilegar og æskilegar aðstæður sem leikhópurinn þarf að glíma við.
Eins og áður er getið er verkið leikstýrt af Gunnsteini Sigurðssyni sem er formaður leikfélagsins og er þetta sjönda verkefnið sem hann tekur að sér að leikstýra. Leikarar í verkinu eru tíu talsins. Það eru Gústav Egill Gústavsson, Erla Höskuldsdóttir., G. Sirrý Gunnarsdóttir, Guðmundur Jensson, Guðbjörn Ásgeirsson, Sólveg Bláfeld, Rikey Konráðsdóttir, Kristbjörg Maggý Lárusdóttir, Hildur Þórsdóttir og Karen Hjartardóttir.
Ljósa- og sviðmenn eru Magnús Rafn Sigurðarson og Ægir Þór Þórsson. Um búningarhönnun sáu Dóra Einarsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir. Hvíslarar eru systurnar Laufey Guðbjörnsdóttir og Ásdís Guðbjörnsdóttir.
Miðverð er kr. 2000 og miðapantanir eru í síma 696-1104.
{mos_fb_discuss:2}