Þá hafa menn væntanlega jafnað sig eftir gleði/vonbrigði fyrri Tréhaussins og eru tilbúnir í að takast á við þann seinni. Eins og gildir alltaf um störf gagnrýnenda, þá þurfa skoðanir þeirra engan veginn að endurspegla mat þjóðarinnar…
Þá hafa menn væntanlega jafnað sig eftir gleði/vonbrigði fyrri Tréhaussins og eru tilbúnir í að takast á við þann seinni. Eins og gildir alltaf um störf gagnrýnenda, þá þurfa skoðanir þeirra engan veginn að endurspegla mat þjóðarinnar…
Sýning ársins
Systur
Hugleikur
Sýningin var vönduð og áhrifamikil með mjög vel skrifuðu handriti og stjörnuleik.
Íslenski fjölskyldusirkusinn hjá Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur kom einnig sterklega til greina en líka hin látlausa leiksýning Fyrir luktum dyrum hjá Leikklúbbnum Sögu og Heimspeki og menningarfélagi Menntaskólans á Akureyri og var það Skúli Gautason sem leikstýrði.
Leikstjóri ársins
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Íslenski fjölskyldusirkusinn, Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Leiksýningin var gríðarlega mannmörg, viðamikil, margþættt, skrautleg, áhrifamikil og skemmtileg en mest um vert var að sjá fjölbreytt persónugalleríið túlkað svo djúpt af svo ungum leikurum auk þess sem kynngi magnaður texti verksins var spunninn á æfingatímanum.
Eftirfarandi leikstjórar koma fast á hæla Sigrúnar Sólar: Þorgeir Tryggvason fyrir Systur; Skúli Gautason fyrir Fyrir luktum dyrum; Inga Bjarnason fyrir Hlutskipti; Sunna Borg fyrir Blessað barnalán og Kardemommubæinn; Guðjón Þorsteinn Pálmarsson fyrir Núna; Ármann Guðmundsson fyrir Hodja frá Port; Hörður Sigurðarson fyrir Gauragang; Jón Stefán Kristjánsson fyrir Þuríði og Kambsránið og Þröstur Guðbjartsson fyrir Með vífið í lúkunum.
Leikskáld ársins
Þórunn Guðmundsdóttir
Systur, Hugleikur
Leikritið er afar vel skrifað, með sterkri uppbyggingu, sálfræðiflækjum, húmor, spennu og samfélagsrýni.
Þessi leikskáld fylgja Þórunni kappsamlega eftir: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson fyrir Þuríði og Kambsránið; Kristján Kristjánsson fyrir Hlutskipti og Lárus Vilhjálmsson fyrir Hina endanlegu hamingju.
Umgjörð ársins
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Íslenski fjölskyldusirkusinn
Það var óvenjulegt og áhrifamikið að sjá sýninguna í risastórri skemmu með mikilli lofthæð og hráslagalegu umhverfi ásamt framandi og jafnframt fagurri tónlistinni en einnig ásamt lýsingunni sem lék um hugmyndir leikstjórans og hönnuða búninga, leikmuna og sviðs.
Í eftirfarandi sýningum mátti einnig sjá frumlegar og áhrifamiklar umgjarðir: Þuríður og Kambsránið; Hin endanlega hamingja; Hodja frá Port; Birtingur; Kardemommubærinn og Hlutskipti.
Leikgerð ársins
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason
Jólaævintýri Hugleiks, Hugleikur
Það var skemmtilega krassandi að upplifa hvað það virðist liggja beint við að láta þessa frægu sögu Dickens gerast í heimóttarlegri sveit á Íslandi á tímum lopa og kertaljóss með tilheyrandi draugum úr menningarsögu okkar.
Sigrún Valbergsdóttir gerði einnig fjarska góða leikgerð eða aðlögun að Glæpum og góðverkum hjá Snúð og Snældu.
Þýðing ársins
Ásgeir Berg Matthíasson
Leiklúbburinn Saga og Heimspeki- og menningarfélag MA, Fyrir luktum dyrum
Ungur maður tekur sig til og þýðir eitt af meginverkum heimsbókmenntanna. Honum ferst verkið svo vel úr hendi að ekki er hnotið um eitt orð.
Tónlist ársins
Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason
Hugleikur, Jólaævintýri Hugleiks
Tónlist og textar voru blanda af fyndni og fegurð, væmni og hrekkjum; sérstaklega áheyrilegt.
Þessar sýningar komu líka feikna sterkt inn í tónlistinni: Bíbí og blakan; Íslenski fjölskyldusirkusinn; Kardemommubærinn og Gauragangur.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Hulda B. Hákonardóttir og Júlía Hannam
Hugleikur, Systur
Bæði Hulda og Júlía sýndu mjög vel hin mörgu og flóknu lög samskipta í fjölskyldum þegar afneitun, sektarkennd, samstaða, ást og hatur mynda suðupott sem enginn utanaðkomandi botnar í. Leikur beggja var glæsilegur en persónurnar afar ólíkar.
Góðar leikkonur var víða að finna í vetur en þessar hér vöktu sérstaka athygli mína í stórum hlutverkum: Sigríður Eir Zophoníasardóttir í Íslenska fjölskyldusirkusnum; Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna V. Höskuldsdóttir í Fyrir luktum dyrum; Guðbjörg Árnadóttir í Hlutskipti og Silja Björk Huldudóttir í Bíbí og blakan.
Leikari ársins í aðalhlutverki
Ævar Þór Benediktsson
Leikklúbburinn Saga og Heimspeki- og menningarfélag MA – Fyrir luktum dyrum
Það var mjög áhugavert að sjá rúmlega tvítugan mann leika fullorðinn, þroskaðan einstakling sem hefur lifað erfiða tíma, þarf að horfast í augu við eigin gjörðir og viðurkenna dýpri sannleika en flestir menn horfast í augu við á lífsleiðinni.
Þessir karlar eru líka eftirminnilegir: Halldór Magnússon í Hinni endanlegu hamingju; Arnar Símonarson í Blessuðu barnaláni; Guðbrandur J. Guðbrandsson í Með vífið í lúkunum og Elvar Bragi Kristjánsson í Gauragangi.
Leikkona ársins í aukahlutverki
Hera Hilmarsdóttir
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð – Íslenski fjölskyldusirkusinn
Það er alltaf spurning með aðal- og aukahlutverkin, hvort er hvað, en hvað um það:
Hera var ómótstæðilega fyndin sem trúðurinn Logi ljósamaður, kallandi á viðurkenningu annarra en hún snart einnig djúpan streng sem unglingsstúlkan bjarta þegar faðirinn eyðileggur líf hennar. Afbragðstúlkun tveggja ólíkra persóna sem birtu þó báðar brot af eilífum sannleika.
Nokkrar góðar og efnilegar eru hérna líka: Gró Einarsdóttir og Einhildur Gunnarsdóttir í Íslenska fjölskyldusirkusnum; Elísabet Indra Ragnarsdóttir í Systrum; Nanna Vilhelmsdóttir í Jólaævintýri Hugleiks; Þórdís Ingibjartsdóttir í Hlutskipti og Hrefna Clausen í Þuríði og Kambsráninu.
Leikari ársins í aukahlutverki
Björn Sigfinnsson
Leikfélag Hornafjarðar, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og
Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu – Gauragangur
Björn var geysilega fyndinn í hlutverki Gumma Gumm leikfimikennara sem var alltaf svo einlæglega hissa og pirraður á unglingunum Ormi og Ranúri að það er líklega ekki hægt að gera betur í að sýna þessa vel skrifuðu stereótýpu hjá Ólafi Hauki.
Klárlega góðir karlleikarar í stórum og litlum hlutverkum voru eftirfarandi: Vignir Kjartansson í Með vífið í lúkunum; Sigurður Kr. Sigurðsson í Gauragangi; Jón Geir Jóhannsson í Jólaævintýri Hugleiks og Gísli Baldvin Gunnsteinsson í Hlutskipti.
Fyndnustu sýningarnar
Blessað barnalán
Leikfélag Dalvíkur, leikstjóri: Sunna Borg
Með vífið í lúkunum
Leikfélag Sauðárkróks, leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson
Það er svo gott að fara í leikhúsið og hlæja að endalausum misskilningi ef leikstjórarnir hafa unnið vel með leikurunum sínum. Verkin eru líka mjög vel skrifuð en Bíbí og blakan hjá Hugleik í leikstjórn hópsins er það líka, bara öðruvísi fyndið en hin tvö; það er Hugleikst fyndið frá upphafi til enda!
Heiðurstréhausinn
Hugleikur
Fyrir kraft, þor og frumsköpun
Hrund sá þessar sýningar:
Félag flóna – Dauði og jarðarber
Hugleikur – Þetta mánaðarlega (október)
Stúdentaleikhúsið – Blóðberg
Leikfélag Hveragerðis – Ástir liggja til allra átta
Listafélag Verslunarskóla Íslands – Guð og Tarantínó
Leikfélag Mosfellssveitar – 4 einþáttungar
Leikfélag Hafnarfjarðar – Hin endanlega hamingja
Leikfélag Kópavogs – Það grær áður en þú giftir þig
Hugleikur – Jólaævintýri Hugleiks
Hugleikur – Bíbí og blakan
Verslunarskóli Íslands – Á tjá og tundri
Snúður og Snælda – Glæpir og góðverk
Herranótt MR – Birtingur
Hugleikur – Þetta mánaðarlega (mars)
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð – Íslenski fjölskyldusirkusinn
Leikfélag Hornafjarðar, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og
Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu – Gauragangur
Leikfélag Hafnarfjarðar – Hodja frá Pjort
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena – Keflavík, Ísland, alheimurinn eða mamma þín.
Freyvangsleikhúsið – Kardemommubærinn
Leikfélag Mosfellssveitar – Í beinni
Hugleikur- Lán í óláni
Halaleikhópurinn – Pókók
Leikfélag Selfoss – Þuríður og Kambsránið
Ungmennafélagið Dagrenning – Sveyk, skopleg stríðsádeila
Leikfélag Ölfuss – Ég elska alla
Leikfélag Dalvíkur – Blessað barnalán
Leikfélag Sauðárkróks – Með vífið í lúkunum
Stúdentaleikhúsið – Anímanína
Hugleikur – Systur
Skagaleikflokkurinn – Hlutskipti
Leikfélag Hólmavíkur – Fiskar á þurru landi
Leikklúbburinn Saga – Núna
Heimspeki- og menningarfélag MA – Fyrir luktum dyrum
Leikfélag Kópavogs – Alf