Í kvöld, föstudagskvöldið 21. júlí frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs hið bráðskemmtilega leikrit Miðsumarnæturdraumar eftir Guðjón Sigvaldason og Auðhumlu. Guðjón er jafnframt leiksstjóri. draumur1.jpgÍ kvöld, föstudagskvöldið 21. júlí frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs hið bráðskemmtilega leikrit Miðsumarnæturdraumar eftir Guðjón Sigvaldason og Auðhumlu. Guðjón er jafnframt leiksstjóri.

Leikritið sem er byggt á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare verður sýnt á leiksviðinu í Selskógi en tilefnið er 40 ára afmæli leikfélagsins. Alls eru 15 leikarar í sýningunni og eru það mestu ungir og efnilegir leikarar sem sumir eru að stiga sín fyrstu skref á leiksviði.

Sem fyrr segir er frumsýning í kvöld 21. júlí en sýningar eru eftirfarandi:

Föstudagur 21. júlí.     Sýning klukkan 20:00    frumsýning
Sunnudagur 23. júlí    Sýning klukkan 17:00
Sunnudagur 23. júlí.    Sýning klukkan 20:00
Þriðjudagur 25. júlí.    Sýning klukkan 20:00
Sunnudagur 30. júlí.    Sýning klukkan 20:00

Miðaverð er 1000 krónur og rétt er að árétta að ekki er hægt að taka við greiðslukortum.