Leikfélagið Sýnir frumsýnir leikritið Máfinn eftir Anton Tsjekhoff þann 29. júlí næstkomandi kl. 15:00. Sýnt verður undir berum himni, en margir muna eftir uppsetningu leikfélagsins á Draumi á Jónsmessunótt í Elliðaárdal fyrir þremur árum. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Denni, en hann leikstýrði einnig uppsetningu leikfélagins á Stútungasögu í Heiðmörk fyrir tveimur árum. mafur7.jpgLeikfélagið Sýnir frumsýnir leikritið Máfinn eftir Anton Tsjekhoff þann 29. júlí næstkomandi kl. 15:00. Sýnt verður undir berum himni, en margir muna eftir uppsetningu leikfélagsins á Draumi á Jónsmessunótt í Elliðaárdal fyrir þremur árum. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Denni, en hann leikstýrði einnig uppsetningu leikfélagins á Stútungasögu í Heiðmörk fyrir tveimur árum.

Leikhópurinn hefur æft síðan 20. júní og hefur nálgast leikritið sem hæfilega blöndu af tragedíu og kómík í leit sinni að kjarnanum en hann snýst meðal annars um hvað það er sterkt í mannskepnunni að halda að grasið sé alltaf grænna hinu megin. 

Í helstu hlutverkum eru Júlía Hannam sem Arkadína, Halldór Magnússon sem Trígorín, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson sem Tréplev, Aldís G. Davíðsdóttir sem Nína og Rúnar Lund sem Sorin. Aðrir leikarar eru Gísli Björn Heimisson, Sigsteinn Sigurbergsson, Anna Bergljót Thorarensen, Dýrleif Jónsdóttir, Ármann Guðmundsson, Arnar Ingvarsson, Hörður Skúli Daníelsson og Ásta Gísladóttir. 

mafur13.jpgUm tónlistina í sýningunni sér blokkflautukvartett undir stjórn Snæbjarnar Ragnarssonar, Bibba, en hefur m.a. samið tónlist fyrir Hugleik,  Leikfélag Kópavogs og Leikfélag Hafnarfjarðar við góðan orðstír. Um búninga sér Kristín Gísladóttir. 

Þrjár sýningar verða á verkinu í Elliðaárdalnum; frumsýning er  laugardaginn 29. júlí kl.15:00, 2. sýning mánudaginn 31. júlí kl. 20:00 og 3. sýning fimmtudaginn 10. ágúst kl.19:00. Auk þess verður verkið sýnt á Dalvík á Fiskideginum mikla þann 12. ágúst . 

Leikritið er sýnt í stóra rjóðrinu í hólmanum en farið er göngustíginn frá Rafveituheimilinu, yfir bogabrúna og er þá komið að rjóðrinu. Áhorfendur eru hvattir til þess að taka með sér púða og/eða teppi og gott er að taka ferðastól með ef fólk getur ekki setið á jörðinni.  

Miðaverð er 1000 krónur og hægt er að panta miða í síma 847 6921.

mafur12.jpg