Nýjasta atvinnuleikhúsið á Íslandi, Frystiklefinn í Rifi, tekur nú aftur upp sýningun Góðir Hálsar. Sýningin er byggð á sögu Axlar-Bjarnar og var frumsýnd í ágúst 2011. Þar sem leikarar sýningarinnar höfðu öðrum hnöppum að hneppa þá var sýningatíminn stuttur en sýningin fékk frábæra gagnrýni og góðar viðtökur áhorfenda og því var ráðistí að setja hana aftur í gang í leikhúsinu nú í janúar. Höfundur er Kári Viðarsson og leikstýrir hann verkinu líka ásamt Árna Grétari Jóhanssyni.

Sýningin er byggð á sögum af Axlar-Birni og sækist eftir að nýta sér leikhúsformið til fulls til að segja sögu morðingjans. Áhorfendur taka virkann þátt í sýningunni sem er allt í senn blóðbað, sögustund með raðmorðingja og karíókíkvöld. Í þessari sýningu er saga morðingjans sögð út frá hans sjónarhorni og lítur Björn á þessa kvöldstund í leikhúsinu sem sína eigin syndaaflaus.

Frystiklefinn er leikhús sem starfar nú í gamalli fiskvinnslu í Rifi á Snæfellsnesi. Í leikhúsinu eru þrír sýningasalir og í framtíðinni er húsnæðið hugsað sem svokallað recidency fyrir sviðslistahópa og listamenn sem vilja komast í kyrrðina á Snæfellsnesi til að sinna sínum verkefnum. Frystiklefinn setur einnig upp sínar eigin sýningar og eru tvær frumsýningar fyrirhugaðar á þessu ári í húsinu.

Leikarar er Alexander Roberts, Ingi Hrafn Hilmarsson, Kári Viðarsson og Snædís Ingadóttir. Ljósahönnun vann Friðþjófur Þorsteinsson, Ragnar Ingi Hrafnkelsson sá um hljóðhönnun og sviðsmynd hannaði Helga Páley Friðþjófsdóttir.

Sýningin er 65 mínútur að lengd og er ekki við hæfi barna undir 12 ára aldri.

{mos_fb_discuss:2}