Þá liggur fyrir hvaða sýningar verða sýndar á NEATA-hátíðinni á Akureyri 10.–15. ágúst nk. Dómnefnd valdi sýninguna Umbúðalaust hjá Leikfélagi Kópavogs, sem opnunarsýningu hátíðarinnar og sýningar Birting hjá Leikfélagi Selfoss og Vínland hjá Freyvangsleikhúsinu þar að auki, en þrjá íslenskar sýningar verða á hátíðinni þar sem Eistland sá sér ekki fært að senda fulltrúa.

Sýningar á hátíðinni verða því eftirtaldar:

Danmörk
Dunkel Parade
leikhópur Dunkelfolket, Brovst

Finnland
Louhi and the Golden Girl
leikhópur Youth Theatre Floppi

Frakkland – CIFTA
LAVEURS DE CERVEAUX (Washers of Brains)
leikhópur L´asse du Coin, Estoublon

Færeyjar
Havgird
leikhópur Royndin, Nólsoy
(leikstjóri Ágústa Skúladóttir)

Ísland
Umbúðalaust
Leikfélag Kópavogs
Opnunarsýning

Ísland
Birtíngur
Leikfélag Selfoss

Ísland
Vínland
Freyvangsleikhúsið

Litháen
A ´LA MUSICALE
leikhópur Druskininkai theatre NISA

Noregur
Shabbana
leikhópur Te-Nord, Osló

Rúmenía – CEC
Irish Poem for Violin and Soul
leikhópur Ludic Student Theatre, Iasi

Svíþjóð
Gränskontroll (Bordercontrol)
leikhópur Teater Nea, Stokkhólmi

Lettland hefur staðfest þátttöku en tilkynning um hvaða sýningu þeir senda kemur 29. mars.

Íslenskar umsóknir voru þessar:

Freyvangsleikhúsið
Vínland
eftir Helga Þórsson
Leikstjóri Ólafur Jens Sigurðsson

Hugleikur
Ó, þú aftur?
eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur
Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson

Hugleikur
Hannyrðir og handverksmenn
eftir Sigurð H. Pálsson
Leikstjóri Guðmundur Erlingsson

Leikfélag Hörgdæla
Lífið liggur við
eftir Hlín Agnarsdóttur
Leikstjóri Saga Jónsdóttir

Leikfélag Kópavogs
Umbúðalaust
eftir leikstjóra og leikhóp
Leikstjóri Vigdís Jakobsdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar
Ég er fullur af fólki
eftir Pétur R. Pétursson
Leikstjóri Herdís Þorgeirsdóttir

Leikfélag Selfoss
Birtíngur
Leikgerð Hafnarfjarðarleikhússins
Leikstjóri Ólafur Jens Sigurðsson

Dómnefndina skipuðu Gunnar Björn Guðmundsson, Huld Óskarsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir.

{mos_fb_discuss:3}