Leikfélag Selfoss verður að venju með sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni. Sumarið 2019 verða fimm fjörug leikhúsnámskeið í boði fyrir börn á aldrinum 7–13 ára (fædd 2006–2012), og eitt í ágúst fyrir 12-16 ára (2003-2007)

Námskeiðin verða eftirfarandi vikur:
18. – 21. júní kl. 11:00 – 16:00
24. – 28. júní kl. 12:00 – 16:00
1. – 5. júlí kl. 12:00 – 16:00
8. – 12. júlí kl. 12:00 – 16:00
12.-16. ágúst kl. 12:00-16:00

Öll námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags nema fyrsta námskeið sumarsins, það er frá þriðjudegi til föstudags. Á hverjum föstudegi er svo haldin leiksýning fyrir aðstandendur sem byrjar klukkan 15:00. Á námskeiðinu verður boðið upp á síðdegishressingu sem er innifalin í námskeiðsgjaldi. Verð 8.000 kr. Skráning á námskeiði sendist á netfangið sumarnamskeid@leikfelagselfoss.is

Leiðbeinendur eru:
Guðný Lára Gunnarsdóttir
Sigríður Hafsteinsdóttir
Kristbjörg Sigtryggsdóttir
Rakel Ýr Stefánsdóttir