Í sumar munu þrjár afar ólíkar og skapandi konur halda námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára sem inniheldur skemmtilega blöndu af jóga, tónlist og leiklist.
Þær heita Guðrún Bjarnadóttir leikkona, Arndís Hreiðarsdóttir (Dísa) tónskáld/ tónlistarkona og Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir kvikmyndagerðakona og jógakennari.

Námskeiðið fer fram í sumar og fyrsta námskeiðið er frá 18-21. júní og enn nokkur laus pláss.
Næstu námskeið fara fram í júlí og ágúst en um er að ræða 4-5 daga námskeið, þrjá tíma í senn.

Nánari upplýsingar er að finna á:
yogadis.is/skapandi-krakkar/
facebook.com/skapandikrakkar
Sendið póst á skapandikrakkar@gmail.com fyrir frekari upplýsingar eða hringið í síma 787 6636.