Huldufugl sópar að sér verðlaunum

Huldufugl sópar að sér verðlaunum

Íslenski/breski listhópurinn Huldufugl hefur nýlokið mánaðar ferðalagi um Bretland og Bandaríkin með leiksýninguna Kassann. Sýningin fer fram í sýndarveruleika, og er aðeins fyrir einn áhorfanda í einu.

Sýningin var frumsýnd á Reykjavík Fringe Festival fyrir ári síðan, en hefur tekið þó nokkrum breytingum á undanförnu ári og mætti segja að hún verði frumsýnd að nýju á Íslandi í þarnæstu viku. Á síðastliðnu ári hefur sýningin farið til Stokkhólms, Berlínar, Brighton, London, Los Angeles og San Diego og hefur hvarvetna selst upp á örskotsstundu og sýningin hlotið lof gagnrýnenda.
Einnig hefur sýningin unnið til verðlauna á þeim hátíðum sem hún hefur komið fram á, þriggja verðlauna alls.

Í Stokkhólmi, á Stockholm Fringe Festival, vann hún nýsköpunarverðlaun hátíðarinnar (Innovation in Performance), og var tilnefnd til aðalverðlauna (Grand Prix) í síðastliðnum september.
Í Berlín, á A Maze Festival, vann hún aðalverðlaun hátíðarinnar, besti leikur hátíðarinnar (Most Amazing Game Award) í mars.
Og nú um helgina vann hún til verðlauna á San Diego Fringe Festival, sem besta frumsýningin í Bandaríkjunum (Best USA Premiere).

Ferðalagið um Bretland og Kaliforníu var styrkt af FÍL, The Nordics, Finnish Institute, íslenska sendiráðinu í London og Nordic Fringe Network.

Sýningunni hefur verið boðið að koma aftur til Bretlands til að sýna í lengri tíma, og hefur fengið boð um að koma á þónokkrar spennandi hátíðir erlendis á næstu mánuðum.

Íslenskir gestir geta notið sýningarinnar í IÐNÓ og Gallerí Fold á Reykjavík Fringe Festival nú í ár, en hátíðin hefst með pompi og prakt þann 29. júní með opnunarhófi á Hlemmi Square.
Miðasalan fyrir Kassann er hafin á tix.is og verða gestir að hafa hraðann á, þar sem aðeins eru 36 miðar í boði.

0 Slökkt á athugasemdum við Huldufugl sópar að sér verðlaunum 248 20 júní, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur júní 20, 2019
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa