NEATA stuttverkahátíðin verður haldin í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi laugardaginn 4. október. Hátíðin hefst kl. 13.00 og endar á sameiginlegum hátíðarkvöldverði í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á hátíðinni verða sýnd 15 stuttverk frá 3 upp í 15 mín. að lengd. Þegar sýningum lýkur sjá Sigriður Lára Sigurjónsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson um gagnrýni og umræður. Hátíðin er ókeypis og öllum opin en panta þarf miða fyrirfram.

 

Þetta er fyrsta stuttverkahátíðin sem haldin er undir merkjum NEATA, Norður evrópska áhugaleikhúsráðsins. Að þessu sinni koma leikþættir frá Færeyjum og Íslandi og áheyrnarfulltrúar koma frá Danmörku.

 

Dagskráin er þannig að leikþættirnir 15 verða sýndir hver á fætur öðrum með stuttum skiptingum á milli, 2 stuttum hléum og einu löngu þar sem seldar verða veitingar á 500 kr. fyrir manninn.

 

Leikþættirnir sem sýndir verða á hátíðinni eru:

 

Hugleikur, Reykjavík

Án titils

Höfundur: Rosa Liksom

Þýðandi: Kristín Mäntylä

Leikstjórar: Hulda B. Hákonardóttir og Þorgeir Tryggvason

 

Elsku Unnur

Höfundur: Ásta Gísladóttir

Leikstjóri: Þorgeir Tryggvason

 

Mávagrátur

Höfundur og leikstjóri: Árni Friðriksson

 

Leikfélag Hafnarfjarðar

Möguleikarnir 2014

Höfundur go leikstjóri: Gísli Björn Heimisson

 

Fuglaskoðararnir

Höfundur: Ólafur Þórðarson

Leikstjórar: Stefán H. Jóhannesson, Halldór Magnússon og Gísli Björn Heimisson

 

Leikfélag Kópavogs

Reiði

Höfundur go leikstjóri: Örn Alexandersson

 

Leikfélag Selfoss

Ostakakan

Höfundur: Aðalsteinn Jóhannsson

Leikstjóri: F. Elli Hafliðason

 

Fyrir

Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir

Leikstjórar: Leikararnir sjálfir

 

Leikfélag Ölfuss, Þorlákshöfn

Laugardagsmorgun

Höfundur: Oddfreyja Halldóra Oddfreysdóttir

Leikstjóri: Magnþóra Kristjánsdóttir

 

Leikfélagið Peðið, Reykjavík

Vodka

Höfundur: Davíð Stefánsson

Leikstjóri: Gunnar Gunnarsson

 

Leikfélagið Skagaleikflokkurinn, Akranesi

Charlie

Höfundar: Fjölnir Gíslason og Jón Gunnar Garðarsson

Leikstjóri: Jón Gunnar Garðarsson

 

Þrjár sögur

Höfundur : Leikstjóri og leikhópur

Leikstjóri: Jakob S. Jónsson

 

Meginfélag Áhugaleikara Føroya, MÁF

Professionalisma

Höfundur : Bjørg Jacobsen

Leikstjóri: Katrin S. Reynisdóttir

 

Koks-Kiks

Höfundur : Bjørg Jacobsen

Leikstjóri: Katrin S. Reynisdóttir

 

Nærvera

Höfundur: Bjørg Jacobsen

Leikstjóri: Gunnvør Joensen

 

Að sýningum loknum hefst gagnrýni sem Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld, þýðandi og doktorsnemi í sviðslistum og Karl Ágúst Úlfsson leikari, leikskáld og leikstjóri sjá um.

 

Panta þarf aðgöngumiða í netfangið midasala@kopleik.is

Hátíðarkvöldverðurinn verður í Hlégarði í Mosfellsbæ. Húsið opnar kl. 19.00 og borðhaldið hefst svo um kl. 19.30. Veislustjóri verður Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Í boði verður þriggja rétta veislukvöldverður, skemmtiatriði, söngur, glens og gleði fram á nótt. Matseðill: Sjávarréttasalat, Hamborgarhryggur og kaffi og konfekt. Þátttaka kostar 3.000 kr. á manninn.

 Þátttöku þarf að tilkynna fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 3. október í netfangið midasala@kopleik.is en greitt verður við innganginn.

Athugið að allir þurfa að tilkynna sig í kvöldverðinn, líka þáttakendur í sýningunum.