All Change Festival er sviðslistahátíð sem fer fram í Tjarnarbíói 4. og 5. október og beinir sjónum að ólíkri sköpun leiksýninga og spyr: „hvað er leikrit?“

Hátíðin byggir á alþjóðlegu samstarfi leikhúslistamanna en All Change Festival fer fram á sama tíma í Reykjavík, London, Augsburg, New York og New Orleans. All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces.

Samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE in New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York.

Stjórnandi All Change Festival í Reykjavík er Hallfríður Þóra Tryggvadóttir. Hátíðin er haldin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Tjarnarbíó og Vinnsluna. Dagskrá hennar er hluti af Lestrarhátíð Reykjavíkur.

All Change Festival í Reykjavík skoðar ólíkar sköpunarleiðir innan leikhússins, með áherslu á íslenskar leiksýningar. Fjölbreytni er einkunnarorð dagskrárinnar en gestir geta séð dramatísk verk, spunasýningar, hlustað á alþjóðleg hljóðverk, ný íslensk leikrit eða tekið þátt í spuna að miðnætti þar sem tónar hljómsveitarinnar HIMBRIM leiða þátttakendur áfram.

Hátíðinni lýkur með pallborðsumræður með yfirskriftinni: hvað er leikrit? Þar sameinast leikhúslistamenn og fræðimenn í framsögn og umræðum um fjölbreytta sköpun leiksýninga.

Á pallborðsumræðunum 5. október kl. 21:00 koma fram: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Símon Birgisson, Una Þorleifsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir.

Hægt er að kaupa All Change Festival-passa á sýningarnar Róðarí, Haraldinn og Kameljón á 5.900 kr. í miðasölu Tjarnarbíós.

Dagskrá All Change Festival í Reykjavík

4. október

14:00 Íslandsmeistarar í spuna (Kringlan, 1. hæð)
16:00 Vöfflukaffi (Kaffihús Tjarnarbíós)
17:00 Vinnslan – verk í vinnslu (Atriði úr sýningunni Strengir, sem verður frumsýnd í lok október, í nokkrum óvæntum rýmum Tjarnarbíós)
19:30 Alþjóðleg hljóðverk, frumflutningur
(Hljóðverk frá fimm borgum. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Marteinn Sindri Jónsson eru listamenn reykvíska hljóðverksins)
20:00 Róðarí – sýning
00:00 – 02:00 Miðnæturspuni

5. október

11:00-23:00 Alþjóðleg hljóðverk
15:00 Haraldurinn – sýning
20:00 Kameljón – sýning
21:00 Hvað er leikrit? – pallborðsumræður

Viltu vita meira?

https://www.facebook.com/allchangefestivalreykjavik

https://www.facebook.com/events/345121742321741/?notif_t=plan_user_joined

http://bokmenntaborgin.is/

http://tjarnarbio.is/

http://funpalaces.co.uk/

http://www.firehousecreativeproductions.com/#!all-change/cbp5