Út er komið Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir leikárið 2010-2011 og er nú hægt að hala því niður hér í PDF-formati. Auk hefðbundins efnis eins og fundargerða stjórnar og aðalfunda, ársreiknings og skýrslna leikfélaga má m.a. finna umfjöllun um NEATA-hátíðina á Akureyri sumarið 2010. Mikið er af myndum í ritinu og er það hin ágætasta heimild um starfsemi leikfélaganna í landinu. Einnig er hægt að fá ársritið sent í PDF-formi með hærri upplausn en er í boði hér á vefnum.

Ef óskað er eftir að fá ársritið útprentað þarf að panta það á þjónustumiðstöð Bandalagsins fyrir 10. desember og kostar þá eintakið 2.300 kr. bundið inn með gormi en 1.650 kr. innbundið í plastkápu. Hægt er að panta í síma 551-6974 eða á info@leiklist.is.