Í ljósi nýjustu frétta mætti ætla að bókaútgáfa væri hverfandi fyrirbæri hér á landi. En þó er alltaf einhver sem stekkur til í ævintýrið og nú hefur Kómedíuleikhúsið sett sig í útgáfustellingar. Tilefnið er kennslubókin Leikræn tjáning eftir Elfar Loga Hannesson, leikara. Til að ævintýrið gangi hefur útgefandi hafið sérstaka söfnun fyrir útgáfunni á Karolina fund. Hér er slóðin á verkefnið https://www.karolinafund.com/project/view/620

Þar er allt lagt undir og vissulega munu allir hagnast ef takmarkið næst. Útgáfu bókarinnar má styrkja í öllum verðflokkum og eftir því sem verðin eru hærri því meira fær kaupandinn í sinn hlut. Þannig færðu fyrir 1.500.- kr nafn þitt í sérstakan þakkarlista í bókina en ef þú vilt vera rausnarlegur og styrkja verkefnið um 153.000.- kr þá færðu hvorki meira né minna en tvö þriggja tíma leiklistarnámskeið fyrir hópa að eigin vali. Að auki færðu 10 eintök af  bókinni Leikræn tjáning. Fjármögnun á verkefninu hefst mánudaginn 29. september á Karolina fund og mun standa í rúman mánuð.

Ef allt gengur að óskum mun bókin Leikræn tjánng koma í næstu verslun og í hendur kaupenda um miðjan nóvember.

Til þessa hefur ekki verið mikið til um kennslubækur á íslensku um leikræna tjáningu og því má búast við að þessari útgáfu verið vel fagnað af öllum þeim er vinna með þetta vinsæla form. Leiklist hefur ávallt verið stunduð hér á landi en síðustu ár hefur listin verið að riðja sér til rúms í skólum og félagsstarfi almennt með miklum krafti og er það vel. Bókin Leikræn tjáning er fyrir alla sem hafa áhuga á forminu hvort heldur það eru kennarar eða njótendur listarinnar. Leikræn tjáning er í raun æfingabanki sem inniheldur fjölbreyttar æfingar í leikrænni tjáningu. Má þar nefna leiki, upphitunaræfingar, spuna, persónusköpun, látbragðsleik, leikhússlagsmál, trúðaleik og boltakast. Fjölmargar myndir er tengjast æfingunum príða bókina.

Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari og stofnandi Act alone einleikjahátíðarinnar og Kómedíuleikhússins. Elfar Logi hefur kennt leiklist um land allt síðustu tvo áratugi. Einsog áður sagði hefst fjármögnunin á bókinni leikræn tjáning mánudaginn 29. september á Karolina fund https://www.karolinafund.com/project/view/620