Stúdentaleikhúsið sýnir þessa dagana leikritið EXAMINASJÓN. Verkið er byggt á sagnabálknum The Bottom Inspectors, en það eru sögur sem birtast í hinu virta sorptímariti VIZ sem gefið er út á Bretlandseyjum. Verkið er sýnt í Kartöflugeymslunum í Átrúnsbrekku.

Guðjóns Þorsteinn Pálmarsson, betur þekktur sem Denni, leikstýrir og um tónlistarstjórn sér Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi. Þetta er í fjórða sinn sem þeir leiða hesta sína saman inn á leiksviðið og í annað sinn sem þeir vinna úr efnivið VIZ-sagnanna. Hin margrómaða sýning Allra Kvikinda Líki, sem sett var upp hjá Leikfélagi Kópavogs árið 2005 var einmitt unnin upp úr sama sorpriti.

 

EXAMINASJÓN spéspeglar allar lægstu hvatir mannskepnunnar sem allir þekkja en enginn vill gangast við.

Stúdentaleikhúsið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af fremstu áhugaleikfélögum landsins. Sýningar frá félaginu hafa í tvígang verið valdar Athugliverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. Árið 2001 með leikritið Ungir menn á uppleið og svo árið 2005 með sýninguna Þú Veist Hvernig Þetta Er. Einnig hafa margar yngri stjörnur íslenska leikhússins fetað sín fyrstu skref á sviði Stúdentaleikhússins.

Kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku hafa gengt ýmsum hlutverkum í gegnum
tíðina. Þær voru fyrst notaðar sem sprengjugeymslur í Hvalfirði og voru síðan fluttar
í brekkuna sem kennd er við Ártún fljótlega eftir stríð. Um þessar mundir er unnið að því hörðum höndum að koma þar upp lista-, menningar- og hönnunarmiðstöð.

Sýningar á EXAMINASJÓN verða:

Laugardagurinn 14. april frumsýning
Mánudagurinn 16.april 2.sýning
miðvikudaginn 18.april 3.sýning
fimmtudaginn 19.april 4.sýning
föstudaginn 20.april 5.sýning
laugardaginn 21.april 6.sýning
Þriðjudaginn 24.april 7.sýning
Miðvikudaginn 25.april 8.sýning
laugardaginn 28.april Lokasýning

Miðapantanir í síma 823-0823.
Miðaverð kr. 1.500.

{mos_fb_discuss:2}