Alls sækja 13 leikfélög með 16 sýningar um að koma til greina sem Athygliverðasta áhugaleiksýningin 2010-2011 og verða þar með boðið að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu í lok leikárs. Niðurstöður valnefndar verða tilkynntar á hátíðarkvöldverð aðalfundar Bandalagsins í Mosfellsbæ laugardaginn 30. apríl nk. Valnefndina skipa þau Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur, Stefán Hallur Stefánsson leikari og Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri.

Sýningarnar sem sækja um eru:

1. Freyvangsleikhúsið – Bannað börnum
2. Freyvangsleikhúsið – Góði dátinn Svejk
3. Halaleikhópurinn – Góðverkin kalla!
4. Hugleikur – Einkamál.is
5. Hugleikur – Helgi dauðans
6. Leikdeild Umf. Íslendings – Með fullri reisn
7. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja – Gaukssaga
8. Leikfélag Hörgdæla – Með fullri reisn
9. Leikfélag Mosfellssveitar – Lísa í Undralandi
10. Leikfélag Selfoss – Hið dularfulla hvarf hollvinafélagsins
11. Leikfélag Ungmennafélagsins Grettir – Einn koss og ég segi ekki orð…
12. Leikfélag Vestmannaeyja: Mamma Mia – Sjéns á skrens
13. Leikfélag Ölfuss – Stútungasaga
14. Litli leikklúbburinn – Emil í Kattholti
15. Stúdentaleikhúsið – Réttarhöldin
16. Stúdentaleikhúsið – DNA

{mos_fb_discuss:3}