Þann 5. nóvember frumsýnir Stúdentaleikhúsið leikritið Blóðberg eftir P.T. Andersson í Loftkastalanum. Í brúnni situr Agnar Jón Egilsson, en hann sér um leikstjórn og leikgerð.

ImageBlóðberg fjallar um hvernig líf ólíkra einstaklinga tvinnast saman og hvernig örlögin og tilviljanir vefja fléttur sem við öll erum þræðir í. Hjúkrunarfræðingur sem reynir að uppfylla lokaósk deyjandi manns, lögreglumaður sem verður ástfanginn í
útkalli, spyrilli í spurningaþættinum ,,Svaraðu hálfvitinn þinn” og fyrrverandi ofurheili sem leitar að ástinni á tannlæknastofu eru meðal karaktera sem mætast á krossgötum og hafa beint og óbeint áhrif á líf hvors annars.

Starfsemi Stúdentaleikhússins hefur verið með blómlegasta móti undanfarin misseri. Þar ber hæst ,,Þú veist hvernig þetta er” í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, en hún hlaut viðurkenningu sem besta áhugasýning ársins og var sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi Stúdentaleikhússins á heimasíðunni http://sl.hi.is

Miðapöntun er í höndum Loftkastalans, í síma 552-3000.
Einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á midasala@loftkastalinn.is
Allar sýningar hefjast klukkan 20:00
Miðaverð er 1500 krónur, en 1000 krónur fyrir nemendur í Háskóla Íslands.

Sýningar verða á eftirfarandi dögum:
Frumsýning Lau 5 nóv
2. sýning Mið 9 nóv
3. sýning Fim 10 nóv
4. sýning Mán 14 nóv
5. sýning Mið 16 nóv
6. sýning Þri 22 nóv
7. sýning Fös 25 nóv
8. sýning Mið 30 nóv
9. sýning Fös 2 des
Lokasýning Lau 3 des

Atriði í sýningunni gætu valdið óhug hjá börnum.