{mos_fb_discuss:2}
Sá glataði æfður hjá Hugleik
Hugleikur fæst nú við eitt af grundvallarritum vestrænnar menningar, sjálfa Biblíuna. Nánar tiltekið dæmisögurnar í Nýja Testamentinu. Bæði þessar alþekktu um glataða soninn og miskunnsama Samverjann og aðrar minna þekktar sem gjarnan fjalla um peninga, merkilegt nokk. Ágústa Skúladóttir sér um að þræða þessar perlur upp á band með leikhópnum sem innheldur bæði gamlar og gljáfægðar Hugleikskanónur og ferska og ilmandi nýliða. Áætlað er að frumsýna útkomuna um mánaðarmótin janúar-febrúar.