Jólasýning Peðsins í ár er gamansöngleikurinn Andakt eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar.Tónlistin er eftir Kormák Bragason, Inga Gunnar Jóhannsson, Ásgeir Jónsson, Magnús R. Einarsson og Tómas Tómasson. Peðið sýnir síðustu sýningar á Andakt nú fyrir jól á sunnudaginn kemur, 18. desember kl. 16.00 og 18.00 á Gallerý Bar 46, Hverfisgötu 46, Reykjavík.

Andakt er eins konar hugleiðing um inntak jólanna en frá ansi óvæntum hliðum. Með verkinu er ekki verið að snúa hefðbundnum gildum á haus og það er heldur ekki verið setja út á jólahátíðina sjálfa. Nei, ekki aldeilis. Það má skilja á þátttakendum í sýningunni að þeir séu að skora sjálfa sig á hólm og vilji upplifa jólahátíðina á nýjan máta með von um að koma þeirri reynslu til skila til áhorfenda.

„Vel má vera að Castro gamli hafi getað frestað jólunum. En við vitum öll að hvað sem gengur á og hvar sem við erum þá ganga jólin í garð eða leggjast yfir,“ segir Vilhjálmur leikstjóri og höfundur verksins bætir stuttlega við, „Já, jólin koma með sína Helgu Nótt og Helga Frið, eins og fram kemur í sýningunni.“

 

{mos_fb_discuss:2}