Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur verið starfandi í rúm 9 ár og fjöldi manns hefur komið á námskeið og líst því yfir á eftir að námskeiðið hafi hjálpað þeim bæði persónulega og í starfi. „Stórkostleg upplifun & frábær skemmtun – Frábært að fá að gera eitthvað algjörlega nýtt, krefjandi og skapandi“ er meðal annars það sem nemendur hafa sagt um námskeiðið.  Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar stofnuðu skólann á sínum tíma en þau hafa bæði mikla reynslu af því að kenna. „Okkur fannst hreinlega vanta svona námskeið þar sem fullorðnir fengju tækifæri til að læra leiklist og í leiðinni að þroska sig og efla sjálfstraust í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar.“

Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur það að markmiði að gefa fullorðnu fólki tækifæri til að kynnast leikrænni tjáningu í afslöppuðu og öruggu umhverfi.  Leiklistarnámskeiðið býður uppá skapandi leiklist og sjálfstyrkingu. Meðal annars er unnið með eigin sögur, sögur spunnar og tjáðar á ýmsa vegu. Frásögn gegnum líkamann og með aðferðum trúðsins svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið inná núvitund í leiklist,

Allir hafa þörf fyrir að tjá sig og með því að efla leikræna hæfileika sína með skemmtilegum æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og ímyndunarafl fær fólk tækifæri til að þroska sjálfsöryggi á skapandi hátt. Námskeiðið hentar því öllum sem vilja tjá sig af öryggi hvort sem er í lífinu eða í leik.

Í haust verður einnig boðið uppá annarskonar námskeið, meðal annars ritlistar- og sagnanámskeið en þau verða auglýst síðar.

Námskeiðið er ætlað 17 ára og eldri og er í Listdansskólanum Engjateigi 1, 105 Reykjavík. Námskeiðið er á miðvikudögum 20.15-22.30  og hefst miðvikudaginn 20. sept. og verður í 9 skipti. Hægt er að hafa samband á netfangið iceolof@hotmail.com eða í síma; 845-8858.

Fleiri umsagnir:

„Ég mæli SKO 100% með námskeiðinu – Það er uppbyggjandi og svo svakalega skemmtilegt – Mikið hlegið og leikið sér“

„Gjörsamlega frábær námskeið sem efla sjálfstraust – og auðvelda manni að vera maður sjálfur í öllum aðstæðum. Kennarar til fyrirmyndar“