Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Kópavogi laugardaginn 19. sept. Fundinum hafði verið frestað síðastliðið vor vegna Covid-19 en ákveðið var að halda fundinn nú með breyttu sniði og ljúka honum á einum degi. 12 aðildarfélög sendu fulltrúa og einnig var fundinum streymt á vefnum þar sem fleiri gátu fylgst með.

Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf en það markverðasta þar fyrir utan voru vafalaust tillögur  að verklagsreglum sem Hrefna Friðriksdóttir hafði unnið að beiðni stjórnar og kynnti á fundinum. Verklagsreglurnar sem aðalfundur samþykkti að tækju þegar gildi, eru um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni í leiklistarstarfi á vegum BÍL.  Verklagsreglurnar verða birtar hér á vefnum innan tíðar sem og fundargerð aðalfundar birtist hér.

Hér að neðan má sjá svipmyndir af aðalfundinum.