Gaflaraleikhúsið frumsýndi 4 febrúar leikritið Í skugga Sveins eftir Karl Ágúst Úlfsson. Verkið er fyndinn, spennandi og rammíslenskur gamansöngleikur, fullur af sprelli og kostulegum persónum – fjörugt og nútímalegt verk sem byggir á rótgróinni hefð.

Leikarar í sýningunni eru Karl Ágúst Úlfsson sem margir muna eftir úr Spaugstofunni, Góða Dátanum Svejk og Umhverfis jörðina á 80 dögum, Kristjana Skúladóttir leikkona og söngkona sem hefur t.a.m gert garðinn frægan í Krakka RÚV  og Eyvindur Karlsson, sem bæði lék í Góða dátanum Svejk og samdi tónlistina. Ágústa Skúladóttir er leikstjóri en hún hefur leikstýrt fjölda vinsælla leikverka, t.a.m. Ævintýrum Múnkhásens í Gaflaraleikhúsinu, Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu, Umhverfis jörðina á 80 dögum í Þjóðleikhúsinu, Töfraflautu Mozarts í  Íslensku óperunni og nú síðast Kvenfólki með Hundi í óskilum hjá Leikfélagi Akureyrar.

Silja Björk Huldu­dótt­ir gefur sýningunni 4,5 stjörnur í leikdómi Morgunblaðsins.
„Upp­færsla Gafl­ara­leik­húss­ins á Í skugga Sveins býður upp á fyr­ir­taks skemmt­un fyr­ir unga jafnt sem aldna. Hér ræður leik­gleðin ríkj­um und­ir hug­mynda­ríkri leik­stjórn og sjón­ræn út­færsla öll gleður augað. Ungir áhorfendur geta hæglega fylgt grunnsögunni og njóta nútímalegra vísana, meðan hinir eldri skilja betur dásamlegan spuna höfundar með menningararfinn.“

„Sýningin er dillandi skemmtileg bæði fyrir börn og fullorðna og verulega gaman að rifja upp þessa gömlu sögu.“
Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit máls og menningar

Í skugga Sveins er lifandi og stórskemmtilegur söngleikur fyrir alla , þar sem fjallað er um fordóma og spurningar um réttlæti og ranglæti.​

Við hvetjum allt áhugaleikhúsfólk í landinu til að nýta sér góð aflsláttarkjör í Gaflaraleikhúsinu en miðinn er með 20% afslætti. Aðeins þarf að nefna leikfélagið sem viðkomandi er starfandi í til að fá aflsláttinn.

Miðasala er í síma 565 5500 og á midi.is