Einleikurinn Ódó á gjaldbuxum verður tekið aftur til sýninga og sýnt í Tjarnarbíó. fimmtudaginn 28., föstudaginn 29., laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. október kl. 20. Leikstjóri, höfundur, leikmyndar- og búningahönnuður er Ásdís Thoroddsen. Leikari er Þórey Sigþórsdóttir

Þáttur slæðukonunnar í úlfakreppunni sem skekur heimsbyggðina um þessar mundir er ýmsum kunnur, þótt hann hafi enn ekki verið rannsakaður til fulls. Nú býður hún til stofu og segir frá uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri Reykjavíkur, rennir augum yfir hið  dularfulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og veitir gestum hlutdeild í glæpum sínum. Ódóið afhjúpar sig, en í vissum tilgangi þó.

Ódó á gjaldbuxum er þjóðleg hrollvekja var skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekki hvað síst viðtöl í fjölmiðlum við útrásarvíkinga svokallaða. Þau viðtöl, fréttir frá heimsbyggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu fordæðunnar.

Tónlist semur Bára Grímsdóttir og um lýsingu sáu Garðar Borgþórsson og Jóhann Bjarni Pálmason.

Miðapantanir í síma 5272100 eða á www.tjarnarbio.is ATH! Aðeins þessar fjórar sýningar

Stiklur

Heimasíða Ódó

{mos_fb_discuss:2}