Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikritið Beðið eftir græna kallinum laugardaginn 30. október. Gríma Kristjánsdóttir leikstýrir sex manna hópi ungra leikara í verkinu sem samið er í spunavinnu af leikstjóra og hópi. Leikritið fjallar um hóp fólks sem notar öll brögð til að komast yfir það sem það girnist.
Leikarar í sýningunni eru Anna Guðrún Torfadóttir, Bjarni Magnús Erlendsson, Hanna Rún Jónasdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, María Björt Ármannsdóttir og Selma Rán Vilhelmsdóttir Lima. Arnar Ingvarsson hannaði lýsing, hljóðmynd var í umsjá Helga Rafns Ingvarssonar og Grímu Kristjánsdóttur og búningar og leikmynd í umsjá leikstjóra og hóps. Sýningarstjóri er Þórdís Sigurgeirsdóttir.
Sýnt er í Leikhúsinu að Funalind 2 og hægt er að panta miða á midasala@kopleik.is eða síma 823 9700. Nánari upplýsingar um sýninguna er að fá á vef Leikfélagsins kopleik.is.
{mos_fb_discuss:2}