Október, örverk um upp-reisn verður sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408.is kl. 12.30 föstudaginn 29. október frá Útgerð Hugmyndahús háskólanna við Grandagarð. Áhorfendur eru boðnir velkomnir í Útgerðina til að upplifa sjónleikinn með berum augum eða sitja í sínu umhverfi fyrir framan tölvuna og fylgjast með í beinni útsendingu. Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir.
Verkið er tíunda örverkið af 12 sem Áhugaleikhúss atvinnumanna býður áhorfendum upp á endurgjaldslaust. Verkin taka á áráttum, kenndum og kenjum sem hafa áhrif á mannlega tilvist í Reykjavík 2010 og eru kennd eftir þeim mánuði sem þau eru flutt í. Viðfang verkanna ræðst af því sem hrærist í samtímanum og hefur áhrif á líf okkar. Nú veltir Áhugaleikhús atvinnumanna fyrir sér hugmyndinni um reisninni í uppreisn.
Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Leikhúsið lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Markmiðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorfendur og eru óháð markaðsöflum. Leikhúsið vill ekki fara í viðskiptasamband við áhorfendur sína og býður þess vegna áhorfendum í samtal án endurgjalds og þiggur ekki aðgangseyri á sýningar sínar. Listamenn leikhússins fengu úthlutað listamannalaunum vegna verkefna sinna árið 2010.
Leikarar: Hannes Óli Ágústsson ofl.
Bein útsending: Hákon Már Oddson ásamt útskriftarnemum Lista og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla.
{mos_fb_discuss:2}