Leikfélag Vestmannaeyja auglýsir eftir lærðum leikstjóra fyrir haustverkefni félagsins sem verður barnaverkið Glanni glæpur í Latabæ eftir Magnús Scheving.
Stefnt er að því að hefja æfingar í kringum 1. september og vinna í u.þ.b. 8 vikur.
Umsóknir með ferilskrá og ósk um frekari upplýsingar er veitt í gegnum netfangið leikfelagve@outlook.com fyrir 25. ágúst.