ImageÍ tilefni af því að 250 ár eru liðin frá  fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozart 27. jan. 2006. sýnir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík óperu hans Töfraflautuna í Iðnó í Reykjavík. Frumsýning er 27. jan. kl. 20

Töfraflautan er ein þekktasta og vinsælasta ópera allra tíma. Í einsöngshlutverkum eru 17 af nemendum háskóladeilda Söngskólans í Reykjavík, ásamt 18 manna kór nemenda á mið- og framhaldsstigum skólans. Sibylle Köll leikstýrir verkinu og semur dansa, Iwona Ösp Jagla annast tónlistarundirbúning og leikur á píanó í sýningunni, en á töfraflautuna leikur Guðrún Birgisdóttir. Stjórnandi er Garðar Cortes.

Töfraflautan er ævintýri sem höfðar jafnt til ungra sem aldinna; um prins og prinsessu, skrýtna og skemmtilega mannfugla, vonda drottningu og góða anda. Hún er um baráttu góðs og ills, þar sem hið góða sigrar að lokum.

Aðrar sýningar:
28. jan. kl. 15
29. jan. kl. 15
30. jan. kl. 20

Sýningartími er um 2.5 klst.

Nánar má fræðast um Töfraflautuna og flytjendur á songskolinn.is