ImageLeikfélag Hafnarfjarðar vinnur nú að uppsetningu á barnaleikritinu Hodja fra Pjort eftir danska snillinginn Ole Lund Kirkegaard. Það eru Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Ingvar Bjarnason sem vinna leikgerðina í samvinnu við leikstjórann Ármann Guðmundsson og leikhópinn. Um búninga og gerfi sér Dýrleif Jónsdóttir. Fjórtán leikarar taka þátt í sýningunni. Frumsýnt verður um miðjan mars í gamla Lækjarskóla.

Hodja býr í borginni Pjort en þráir að fá að skoða heiminn. Hann fær tækifæri til þess þegar hann hitir gamlan teppasala, el Faza, sem lánar honum fljúgandi teppi. Hann flýgur til höfuðborgarinnar Pettó þar sem hann lendir m.a. í klónum á Rottunni og kemst upp á kant við sjálfan soldáninn. En Hodja deyr ekki ráðalaus. Reyndar deyr hann bara alls ekki, þótt soldáninn vilji láta höggva af honum höfuðið.