Stuttverkahátíðin Margt smátt verður haldin í Borgarleikhúsinu í fjórða skipti þann 6. október nk. Hún verður með aðeins breyttu sniði frá síðustu hátíð, þ.e. hún verður haldin um miðjan daginn en um kvöldið verður haldið teiti þar sem öllum þátttakendum og öðru bandalagsfólki gefst kostur á skemmta sér saman. Meiri áhersla verður lögð á að gera þennan dag „hátíðlegri“ en gert hefur verið undanfarin ár. 

Sýningar á hátíðinni hefjast klukkan 14:00 og líkur ekki síðar 18:00 en ætlunin er að marsera í skrúðgöngu frá skrifstofu Bandalagsins upp í Borgarleikhús fyrir sýningar og vera með uppákomur í anddyri Borgarleikhússins áður en þær byrja. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppákomum endilega hafið samband við Hjalta í síma 892-8955 eða sendið e-mail á hjaltistef@gmail.com.

Ekki verður forval fyrir hátíðina að þessu sinni, einungis þarf að tilkynna þátttöku til skrifstofu Bandalagsins. Einu skilyrðin er að verkið taki ekki meira en 20 mínútur í flutningi og að öll umgjörð sé í lágmarki. Ef fjöldi verka sprengir tímaramma hátíðarinnar verð þau félög/það félag sem flestar sýningar býður fram beðið um að fækka sínum verkum. Frestur til að tilkynna sýningar rennur út 21. september og þátttöku skal tilkynna til skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga á þar til gerðum eyðublöðum sem send hafa verið til leikfélaganna.